Morgunblaðið - 22.12.2000, Side 8

Morgunblaðið - 22.12.2000, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Tvö vinsælustu fjarstýrðu leikföng ársins. Stöðumat um atvinnu á Vestfjörðum STJÓRN Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum í fyrradag að láta gera stöðumat á atvinnuástandi á norðan- verðum Vestfjörðum. Vonast er til að skýrslan verði tii um miðjan janúar. Fram kemur í minnisblaði um málið sem þróunarsvið Byggðastofn- unar og Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða lögðu fyrir stofnunina að íbú- um á norðanverðum Vestfjörðum hefur fækkað undanfarin ár sam- hliða samdrætti í sjávarútvegi. Kvóti hefur verið seldur af svæðinu, frysti- húsum fækkað og stórir togarar seldir annað. Segir að samdrátturinn komi niður á öðrum greinum at- vinnulífsins og þá sérstaklega þjón- ustufyrirtækjum í sjávarútvegi. Á móti komi að smærri bátum hafi fjölgað nokkuð og minni fiskvinnslu- fyrirtæki tekið til starfa. Það nái þó ekki að vega upp á móti þeirri nei- kvæðu þróun sem verið hafi undan- farin ár. Fram kemur að ætla megi að afleiðingarnar hafi verið þær að meðallaun íbúa á svæðinu hafi lækk- að á sama tíma og íbúum fækkar og tekjur sveitarfélaga því dregist sam- an. Við gerð skýrslunnar verður sér- staklega litið til þróunar íbúafjölda, atvinnu og sjávarútvegs frá árinu 1995. Menningarveisla í Grafarvogi Stjörnumessa í Bílastjörmmni UTSKALDIN svo- kölluðu, þ.e. skáld og rithöfundar búsett í Grafarvogi, koma fram á svonefndri Stjörnumessu í Bíla- stjörnunni, Bæjarflöt 10 í Grafarvogi, í dag milli klukkan 16 og 18. Hver skyldi vera aðdragandi að því að slík samkoma er haldin í bílaverkstæði? Því svarar Kristmundur Árnason sem rekur Bíla- stjörnuna. „Þessi ágæta samkoma var haldin á árum áður í fyrirtæki sem hét Sviss- inn sem staðsett var á Tangarhöfða f Reykjavík. Þessi samkoma vakti jafnan mikla athygli og þar komu í áranna rás fram margir ágætir og kunnir skemmtikraftar, svo sem Krist- ján Jóhannsson, Bubbi Morth- ens, Diddú og fjölmörg skáld og skemmtikraftar úr öðrum list- greinum. Það er í raun verið að endurvekja þessar skemmtanir, en á nýjum stað. Þetta er í fyrsta skipti sem Stjörnumessan er haldin í Bílastjörnunni." - Er aðstaðan góð hjá þér fyrir svona uppákomu? „Við erum í 900 fermetra hús- næði sem er aðeins tveggja ára gamalt og sérhannað undir bíla- málun og bílaréttingar. En eigi að síður er hér góð aðstaða fyrir hvers konar skemmtanir, gólf- pláss mikið og góður hljómburð- ur - hér er hátt til lofts og vítt til veggja.“ -Hverjir standa að Stjörnu- messunni? „Að Stjörnumessunni standa Grafarvogsskáldin, Ingvar Helgason hf., Miðgarður, fjöl- skylduþjónusta, Bræðurnir Ormsson og Sandholts bakarí." -Hvað á að fara þarna fram nánar til tekið? „Skáldin lesa úr bókum sínum. Skáldahóp þennan skipa Aðal- steinn Ingólfsson, Ari Trausti Guðmundsson, Einar Már Guð- mundsson, Gyrðir Elíasson, Hjörtur Marteinsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigmund- ur Ernir Rúnarsson. Oll eiga þau það sameiginlegt að búa í Graf- arvogi. Tvö gestaskáld koma þarna fram sem ekki búa í Graf- arvogi, þau eru Vigdís Gríms- dóttir og Linda Vilhjálmsdóttir. Bubbi Morthens flytur nokkur Bellmannslög við undirleik Guð- mundar Péturssonar gítarleik- ara. Tónlistarskóli Grafarvogs verður með jólalög. Valdi koppa- sali mun vera hér með nokkra vel valda hjólkoppa. Flugeldasýning verður að hætti Bílastjörnunnar í lok dagskrár. Aðgangur er ókeypis og eru allir áhugamenn um bókmenntir og jólastemmn- ingu hvattir til að mæta.“ -Ert þú áhugamaður um bók- menntir? „Já, ég les nokkkuð _________ af skáldsögum, spennusögur og fræði- rit um bíla og veiði og svo hitt og þetta sem vekur áhuga minn hverju sinni.“ -En tónlist, er hún ofarlega á dagskrá? —■—— „Já, ég hlusta töluvert af tón- list, einkum finnst mér gaman að gamalli rokktónlist.“ - Sóttir þú sjálfur þessar sam- komur í Svissinum ? „Já, ég gerði það. Okkur hjá Bílastjörnunni var boðið reglu- lega á þessar samkomur hjá Kristmundur Arnason ► Kristmundur Árnason fæddist f Kópavogi 30. september 1960. Hann lauk gagnfræðaprófí frá Þinghólsskóla 1977 og er með bílamálunarmenntun frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Hann hef- ur starfað sem sölumaður en að mestu leyti þó við bílamálun og bflaréttingar. Kona Kristmundar er Karlotta Pálmadóttir hús- móðir og eiga þau þrjú börn. Verið að end- urvekja menn- ingarupp- ákomur sem áður voru í Svissinum Svissinum, enda vorum við ná- grannar og eftirvæntingin var orðin mikil þegar við sáum á dagatalinu að kominn var des- ember. Okkur fannst mikil þörf á að endurvekja þessar samkomur og það andrúmsloft sem þar ríkti.“ -Eru svona samkomur mikil- vægar fyrir borgarhverfi? „Ég mundi telja það, við hóuð- um saman öllum þeim sem eru með atvinnurekstur hér í kring. Við bárum út dreifibréf og létum orð berast um að Stjörnumessa stæði til. Við höfum fengið gríð- arlega góð viðbrögð. Fólki fannst að sögn upplagt að ljúka vinnu- viku hér fyrir jólin með þessum hætti.“ - Er mikið að gera í bílamálun og bílaréttingum? „Já, það hefur verið mikið að gera hjá okkur gegnum árin. Þetta virðist vera sívaxandi grein, enda bætist stöðugt í bíla- flota landsmanna. Fólk gerir meiri kröfur til bíla sinna í dag en það gerði áður. Það vill hafa meira af aukahlutum í þeim og að þeir líti betur út.“ - Gegnir Miðgarður, fjöl- skylduþjónusta, miklu hlutverki í Grafarvoginum ? „Já, ég tel það vera, gríðarlega stóru hlutverki. Þeir eru í því að hjálpa unglingum og efla menn- ingaráhuga í hverfinu - örva mannlífið að ýmsu leyti.“ -Er mikiil atvinnurekstur í Grafarvogi? „Hann er sífellt að aukast. Grafarvogur hefur ákveðna sér- stöðu í borginni, þetta er eins og lítið bæjarfélag. Það er eins og ________ það gerist eitthvað þegar fólk ekur yfir Gullinbrú. I hverfinu búa um 20 þúsund manns og þetta er það hverfi Reykjavíkur sem kem- ur líklega til með að stækka mest í framtíð- inni. Ég tel að hér hafi borgaryf- irvöldum tekist að skiþuleggja eitt skemmtilegasta hverfi borg- arinnar. Hér eru í góðu lagi að mínu mati skólamál, samgöngu- mál, þjónusta og tengsl við nátt- úruna er fyrir hendi. Hér líður öllum vel. I 6 I I I I \ H f i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.