Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.12.2000, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 2000 FRETTIR MORGUNB LAÐIÐ Tvö vinsælustu fjarstýrðu leikföng ársins. Stöðumat um atvinnu á Vestfjörðum STJÓRN Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum í fyrradag að láta gera stöðumat á atvinnuástandi á norðan- verðum Vestfjörðum. Vonast er til að skýrslan verði tii um miðjan janúar. Fram kemur í minnisblaði um málið sem þróunarsvið Byggðastofn- unar og Atvinnuþróunarfélag Vest- fjarða lögðu fyrir stofnunina að íbú- um á norðanverðum Vestfjörðum hefur fækkað undanfarin ár sam- hliða samdrætti í sjávarútvegi. Kvóti hefur verið seldur af svæðinu, frysti- húsum fækkað og stórir togarar seldir annað. Segir að samdrátturinn komi niður á öðrum greinum at- vinnulífsins og þá sérstaklega þjón- ustufyrirtækjum í sjávarútvegi. Á móti komi að smærri bátum hafi fjölgað nokkuð og minni fiskvinnslu- fyrirtæki tekið til starfa. Það nái þó ekki að vega upp á móti þeirri nei- kvæðu þróun sem verið hafi undan- farin ár. Fram kemur að ætla megi að afleiðingarnar hafi verið þær að meðallaun íbúa á svæðinu hafi lækk- að á sama tíma og íbúum fækkar og tekjur sveitarfélaga því dregist sam- an. Við gerð skýrslunnar verður sér- staklega litið til þróunar íbúafjölda, atvinnu og sjávarútvegs frá árinu 1995. Menningarveisla í Grafarvogi Stjörnumessa í Bílastjörmmni UTSKALDIN svo- kölluðu, þ.e. skáld og rithöfundar búsett í Grafarvogi, koma fram á svonefndri Stjörnumessu í Bíla- stjörnunni, Bæjarflöt 10 í Grafarvogi, í dag milli klukkan 16 og 18. Hver skyldi vera aðdragandi að því að slík samkoma er haldin í bílaverkstæði? Því svarar Kristmundur Árnason sem rekur Bíla- stjörnuna. „Þessi ágæta samkoma var haldin á árum áður í fyrirtæki sem hét Sviss- inn sem staðsett var á Tangarhöfða f Reykjavík. Þessi samkoma vakti jafnan mikla athygli og þar komu í áranna rás fram margir ágætir og kunnir skemmtikraftar, svo sem Krist- ján Jóhannsson, Bubbi Morth- ens, Diddú og fjölmörg skáld og skemmtikraftar úr öðrum list- greinum. Það er í raun verið að endurvekja þessar skemmtanir, en á nýjum stað. Þetta er í fyrsta skipti sem Stjörnumessan er haldin í Bílastjörnunni." - Er aðstaðan góð hjá þér fyrir svona uppákomu? „Við erum í 900 fermetra hús- næði sem er aðeins tveggja ára gamalt og sérhannað undir bíla- málun og bílaréttingar. En eigi að síður er hér góð aðstaða fyrir hvers konar skemmtanir, gólf- pláss mikið og góður hljómburð- ur - hér er hátt til lofts og vítt til veggja.“ -Hverjir standa að Stjörnu- messunni? „Að Stjörnumessunni standa Grafarvogsskáldin, Ingvar Helgason hf., Miðgarður, fjöl- skylduþjónusta, Bræðurnir Ormsson og Sandholts bakarí." -Hvað á að fara þarna fram nánar til tekið? „Skáldin lesa úr bókum sínum. Skáldahóp þennan skipa Aðal- steinn Ingólfsson, Ari Trausti Guðmundsson, Einar Már Guð- mundsson, Gyrðir Elíasson, Hjörtur Marteinsson, Kristín Marja Baldursdóttir, Ragnar Ingi Aðalsteinsson og Sigmund- ur Ernir Rúnarsson. Oll eiga þau það sameiginlegt að búa í Graf- arvogi. Tvö gestaskáld koma þarna fram sem ekki búa í Graf- arvogi, þau eru Vigdís Gríms- dóttir og Linda Vilhjálmsdóttir. Bubbi Morthens flytur nokkur Bellmannslög við undirleik Guð- mundar Péturssonar gítarleik- ara. Tónlistarskóli Grafarvogs verður með jólalög. Valdi koppa- sali mun vera hér með nokkra vel valda hjólkoppa. Flugeldasýning verður að hætti Bílastjörnunnar í lok dagskrár. Aðgangur er ókeypis og eru allir áhugamenn um bókmenntir og jólastemmn- ingu hvattir til að mæta.“ -Ert þú áhugamaður um bók- menntir? „Já, ég les nokkkuð _________ af skáldsögum, spennusögur og fræði- rit um bíla og veiði og svo hitt og þetta sem vekur áhuga minn hverju sinni.“ -En tónlist, er hún ofarlega á dagskrá? —■—— „Já, ég hlusta töluvert af tón- list, einkum finnst mér gaman að gamalli rokktónlist.“ - Sóttir þú sjálfur þessar sam- komur í Svissinum ? „Já, ég gerði það. Okkur hjá Bílastjörnunni var boðið reglu- lega á þessar samkomur hjá Kristmundur Arnason ► Kristmundur Árnason fæddist f Kópavogi 30. september 1960. Hann lauk gagnfræðaprófí frá Þinghólsskóla 1977 og er með bílamálunarmenntun frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Hann hef- ur starfað sem sölumaður en að mestu leyti þó við bílamálun og bflaréttingar. Kona Kristmundar er Karlotta Pálmadóttir hús- móðir og eiga þau þrjú börn. Verið að end- urvekja menn- ingarupp- ákomur sem áður voru í Svissinum Svissinum, enda vorum við ná- grannar og eftirvæntingin var orðin mikil þegar við sáum á dagatalinu að kominn var des- ember. Okkur fannst mikil þörf á að endurvekja þessar samkomur og það andrúmsloft sem þar ríkti.“ -Eru svona samkomur mikil- vægar fyrir borgarhverfi? „Ég mundi telja það, við hóuð- um saman öllum þeim sem eru með atvinnurekstur hér í kring. Við bárum út dreifibréf og létum orð berast um að Stjörnumessa stæði til. Við höfum fengið gríð- arlega góð viðbrögð. Fólki fannst að sögn upplagt að ljúka vinnu- viku hér fyrir jólin með þessum hætti.“ - Er mikið að gera í bílamálun og bílaréttingum? „Já, það hefur verið mikið að gera hjá okkur gegnum árin. Þetta virðist vera sívaxandi grein, enda bætist stöðugt í bíla- flota landsmanna. Fólk gerir meiri kröfur til bíla sinna í dag en það gerði áður. Það vill hafa meira af aukahlutum í þeim og að þeir líti betur út.“ - Gegnir Miðgarður, fjöl- skylduþjónusta, miklu hlutverki í Grafarvoginum ? „Já, ég tel það vera, gríðarlega stóru hlutverki. Þeir eru í því að hjálpa unglingum og efla menn- ingaráhuga í hverfinu - örva mannlífið að ýmsu leyti.“ -Er mikiil atvinnurekstur í Grafarvogi? „Hann er sífellt að aukast. Grafarvogur hefur ákveðna sér- stöðu í borginni, þetta er eins og lítið bæjarfélag. Það er eins og ________ það gerist eitthvað þegar fólk ekur yfir Gullinbrú. I hverfinu búa um 20 þúsund manns og þetta er það hverfi Reykjavíkur sem kem- ur líklega til með að stækka mest í framtíð- inni. Ég tel að hér hafi borgaryf- irvöldum tekist að skiþuleggja eitt skemmtilegasta hverfi borg- arinnar. Hér eru í góðu lagi að mínu mati skólamál, samgöngu- mál, þjónusta og tengsl við nátt- úruna er fyrir hendi. Hér líður öllum vel. I 6 I I I I \ H f i
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.