Skírnir - 01.01.1844, Blaðsíða 25
27
jamt lagðir á og Irar borguðu að tiltoln meir enu
fieir á Englandi; þeir báru sig og upp um, að
þeir eiuir væri settir til embætta, er bæði væri
* /
og hefði sýnt sig mótdræga katólskum og Irum,
en þeir sjálfir gætu eigi haft hönd i bagga með
þeim. J>eir kváðust hafa borið máiefni þetta upp
á þjóðþingi Breta og Ira, og beiðst, að þessu yrði
kipt í lag, en því hefði lítill gaumur verið gefinn,
en nú myndu þeir skjóta máli sínu undir dóm ens
alþjóðlega álits Breta, og tóku þeir enn fram atriði
þau er nú vorn talin, og skoruðu þeir á Breta til
fulltingis sjer um að ráðin yrði bót á vand-
kvæðum þessum eð bráðasta, því brýn nauðsýn
bæri til þess. þeir fóru reyndar eigi fram á, að
liefja skyldi sambandið millum Irlands og Bret-
lands, heldur einúngis að Bretar skylðu bæta hag
Ira á allan hátt, en kváðust þó eigi kannast við,
að Bretar væri einvaldir yfir Irlandi. þeir vildu
liafa fullkominn jöfnuð þjóðanna, og þá fyrst þótti
þeim sem sambandið miilum ríkjanna mundi á
föstum grundveili byggt, en svo lengi kröfum þeirra
um áðurgreind atridi eigi yrði fullnægt, myndu
Irar á allar Jundir leitast við að ná rjetti sínurn.
Við höfura gefið sýnishorn af skrá þessari, því
liún er raerkileg í sjálfu sjer; hún sýnir greini-
lega í hverju stjórn Ira er ábótavant, og er auð-
sætt, að þeir er hafa samið hana, eru gagnkunn-
ugir málefnum landsins, og á hinn bóginn sýnir
liún glöggliga, hve mikið Irar hafa til síns máls,
og öll er von á, að þeir eigi lengur gætu þegjandi
þolað allan þann óskunda, er Bretar hafa sýnt í
stjórn Irlands. Jafnframt lýsir það sjer, að þessir