Skírnir - 01.01.1844, Page 84
86
konúngur og drottning koina á almanna færi, er
þeim vel fagnað, og allt leikur í lyndi fyrir þeim.
Einsog við var að búast, urðu flestir þeir kosnir
til fulltrúa, er túku þátt í uppreistinni. Nú var
einúngis eptir fyrir Grikkland að fá samþykki
þjóða þeirra, er tekist liafa á hendur að vernda
þá (Breta, Frakka og Rússa). Sá er settur var
til að gæta utanríkis málefnanna, Metaxa, tók því
til að rita þeim skrá ura þetta efni, og leiddi
hann þeim fyrir sjónir, að Grikkir að nokkruleiti
hefðu haft lög fyrir sjer um uppreistina, sam-
kvæmt samningnm þeim, er gerfeir voru þá er
Ottó kunúngur kom til ríkis. Leið nú eigi á löngu
áður Bretar og Frakkar lögðu samþykt sína á, að
sú stjórn hjeldist, er nú var stofnuð, ogfórFrakk-
akonúngur þeim orðum um það, afc hann eigi
rnyndi veita Ottó konúngi nema með því inóti, að
hann yrfci á eitt sáttur og þjóðin. En nú var
Rússa keisari eptir. I Moská barst honum fregn-
in um uppreistina á Grikklandi, en hann brást
þegar reiður við, og dró hann saman her manns,
til þess að vera við öllu búin, en hann hefir fyrr
sýnt, að honum er eigi um slíkan hreifing. það
er nú hvorutveggja, að varla mun hann verða
Grikkjum samdóma um máialok þessi, en á hinu
Jeitinu mun hann vart reyna til að kúga Grikki,
eiukum þá Frakkar og Bretar eru á móti honum.
En eigi treystumst við til að skera úr því, hvort
Frakkar hafa fallist á stjórnarbreytinguna á Grikk-
Jandi af velvild eintómri, eða þeim hefir þótt
það rátlegt, fyrir þá sök, að mikið vald hafa
Rússar þar 1 nágrenninu, svo Frökkum hefir þótt