Skírnir - 01.01.1844, Qupperneq 98
100
Frá Tyrkjum.
Fátt er i rauninni tnerkilegt í sögn Tyritja
þetta ár. |>egnar soldáns íMiklagarfci er kristnir
eru, hafa hva5 eptir anna& gert óeyrdir, og mun
einkum bera til þess, aÖ þeir sjá hversu bræðrum
þeirra vegnar betnr, er anna&hvort aö öllu eöa
nokkru leiti hafa komist undan yfirrátum Tyrkja,
enda veröur eigi varið, að Tyrkir eru mestu harb-
stjórar, og kúgar soldán þegna sina á allar lundir.
I Bosnia gerðu Tyrkir uppreist móti jarlinum,
en hann hafði lagt hærri toll á ymsar vörur, enn
áður var venja til; drógu þá hvorutveggi. saman
her manns, og horfði til mestu vandræða, og
Austurrikismenn, er þóttu ískyggilegar óeyrðir
þessar, sendu lier til takmarkanna, en þá er minnst
vonir varði sættust Bosniabyggjar og jarlinn, og
gaf hann að nokkru leiti eptir hvað tollinn snerti.
Víðar hafa óeyrfcir brotist út í löndum Tyrkja t.
a. m. í Albania, og skoruðust menn þar undan að
greiða þá ákvednu skatta, en slíkar deilur hafa
orðið sefaðar, án þess meira hafi af orðið. Með
Tyrkjum hafa verið miklar heræfingar í snmar eð
var, og bauð soldán að nær því allur Tyrkja her
skyldi koma saman á þrem stöðum, í Miklagarði,
Adrianópel og Skútari. þótti mörgurn þetta ískygg-
ilegt og hjeldu að eittlivað meira myndi búa undir
þessu, en þó raun aðal-tilgangurinii liafa verið
einúngis að æfa herinn, því Tyrkir ern eigi her-
menn raiklir, en soldán vill hafa vel æfðan her
/
ef á þarf að halda. A Sýrlandi hafa sífeldar
óeyrðir gengið þetta ár, og við árslokin leit eigi
svo út að þær myndu þegar á enda, því óvænlega