Skírnir - 01.01.1844, Qupperneq 134
136
voxtnm; þvl þa8 er meiri sómi fyrir liinn framliðna,
aö tala tilleggjenda veríi sem stærst, cnn aö hver leggi
sem mest til; er og }>aÖ mála sannast, aö lítiö má, ef
gott vill, og svo ekki siöur, aö margar hendur vinui
Ijett verk. Eru tilmæli vor viö {>á alla, sem auglýs-
ingarbrjef þessi veröa send, að {>eir veiti J>eim góöfús-
lega viötöku, geti sem flestum tækifæri til aö rita á þau
nafn sitt og tillag, og sendi siöan aö hausti komanda
hæöi brjefin og tillögin annaöhvort hra. cand. juris
Kristjáni Kristjánssyni í B.eykjavik eöa einhverjum í tölu
sjálfra vor. Er þá svo til ætlaö um minnisvaröann, aö
liann veröi telgdur og kiappaöur að vetri komanda og
sendur heim aö vordögum 1845. Veröi nokkuö afgangs
af kostnaöinum, þá skal því á einhvern hátt veröa varið
til sæindar og minningar viö sjera Tómas. Svo skal og,
þegar þar aö kemur, veröa samin skýrsla um allt þetta
efni og gjörö grein fyrir hverjum peningi, sem OS3 kann
í liendur aö berast.
Kaupmannahöfn, þaun 31. Martsi 1844.
Konrríð Gislason. G. Thorarensen.
Brynjólfur Pjetursson. Gisli Magnússon.
Jon Sigurðsson.
Auglýsíngar.
Félagsdeild vori hafa í vor borist margar grafminn-
ingar og önnur Ijóöntæli, er höfundar þeirra hafa óskaö
aö yröu prentaðar i Skírni, en þaö varö nú ómögulegt,
vegna tímans naumleika; líka voru snmar þær graf-
minníngar yfir menn, sem fyri laungu voru dánir eöa
og alþýöu lítt kunnir; yfir sunta menn höfðu aörar áöur
staðið í Skírni og nokkrar þóttu nefnd þéirri, er um
innihaldið á að dæma, eigi svo snillilcga samdar, aö
viö þeim heföi átt að taka, þótt tíma-skorturinn ekki
hefði algjörlega bannaö það.
Kaupmannahöfn, þan 8 Aprílis 1844.
Almanak fyrir áriö 1845, útlagt og lagaö eptir ís-
lentku tímatali, fæst í Gyldendals bókhlööu i Kaupmanna-
höfn óinnfest fyri 5 skildínga, innfest fyri 5J skilding,
en fyri 50 eöur fleiri exeinplör til samans hvört á 4
skildinga, aö öðru leiti rneö þeim skilmálum er fremst
og nptast á hvörju Alinanaki eru til teknir.