Skírnir - 01.01.1854, Blaðsíða 6
10
þeir ab þingib gyldi jákvæSi sitt til, a& Kristján
prins kæmi til ríkis í Danmörku, þá er karlarfar
Friöriks konungs þriöja væru allir, og skyldu þá
karlerföir einar vera lögmætar aö langfeögataii. Hin
þriöja uppástunga var frá 3 mönnum, og var Bal-
tazar Christensen formaÖur þeirra, en hann er einn
af fyrirliöum bændavina; uppástunga þessi var hinni
næsta lík, og munaöi frá henni aö því einu, aö
konungur skyldi semja lagaboö, og skipa þar í fyrir
um erföirnar á sama hátt og uppástunga hinna 6
mælir fyrir. Enn var hin fjóröa uppástunga og var
hún frá Örsted einum, vildi hann aÖ þingiö sam-
þykkti boöunarbrjefiö eins og þaö var.
þau uröu málalok 18. dag aprílmánaöar, aö
málinu var hrundiö meö 45 atkvæöum gegn 97 (sjá
4. gr. grundvl.); en 8 greiddu ekki atkvæöi. Daginn
eptir var hleypt upp báöum þingunum. I opnu
brjefi, sem dagsett er sama dag, var boöiö, aö kosn-
ingar til þjóöþingsins skyldu fram fara 27. dag inaí-
mánaöar, en til landsþingsins 3. dag júnímánaöar. —
Eptir 37. gr. grundvallarlaganna skal til þings kveöja
ekki seinna en aö 2 mánuöum liönum frá því aö
ööru eÖa báöum þingunum er hleypt upp, og lætur
nærri aö svo væri gjört bæÖi þessi skipti. — Tveim
dögum síöar en þetta var sögöu þeir af sjer: Bang,
stjórnarherra innanríkismálanna, hann var bænda-
vinum hlynntur vcl, og Simony fræöslustjóri. Sama
dag valdi konungur Örsted sjer til ráöaneytis í staö
hinna bqggja og gjöröist hann nú líka æösti ráögjafi
konungs. Nú þótti þjóöernismönnum kasta tólfun-
um, sem nærri má geta: tvisvar hleypt upp þing-
unum, og þeim stjórnarherra úr völdum vikiö, er