Skírnir - 01.01.1854, Blaðsíða 95
99
þjóSríki, og hjelzt sú stjórnarlögun þar í landi fram
á þessa öld. Holland hefur því ætíb veriS fráhverft
páfadómi, og þjóbin hefur elskaó siöabótina, sem hafbi
veriíi upphaf frelsis hennar; þjófetrúin var því hin
endurbætta (reformert) kristilega trú þangaB til 1795.
þá var þaft tekib úr lögum, ab einn trúarflokkur
hefbi meiri rjett en annar, og var þaö án efa aö nokkru
leyti sprottiö af lærdómum franskra vísindamanna,
er uppi voru um þaö leyti og skömmu áöur. Jreir
menn sem fylgdu páfatrú fengu því trúarfrelsi þar
í landi, og frelsi þeirra og rjettindi jukust stórum á
meöan aö landiö lá undir Frakka fyrir og um daga
Napóleons mikla. þó varö nýi siÖurinn undir eins ríkari
aptur, þegar Vilhjálmur 1. af hinni gömlu Oraníuætt,
sem svo opt haföi haft æöstu völd í Hollandi á dögum
þjóöveldisins, kom þar til ríkis; og í grundvallarlögum
þeim, er samin voru 1814, var þaö meöal annars á-
kveöiö, aö konungurinn skyldi hafa hina endurbættu
trú; en eptir aö þeir voru sameinaöir viÖ Belgíu,
fengu páfamenn einlægt meiri festu í landinu og
gátu meö ákafa sínum snúiö mörgum, einkum af
hinum lægri stjettum, til sinnar trúar, og samningur-
inn viö páfann 1827 styrkti enn betur páfavald í
landinu. þaÖ er því víst ekki oröum aukiö, sem
sagt er, aö, þegar Holland og Belgía skildust aö 1839,
hafi ríkisskuldir HoIIands og páfadómur aukizt um
helming, og sökum þess, aö siöabótarmenn ætíö
leyfa mönnum meira frelsi í trú sinni en páfa-
menn, er þaö eÖlilegt, aö páfadómur hefur getaö
haldizt og jafnvel aukizt síöan, einkum sökum þess,
aö stjórnin og þjóÖin hefur, livor um sig, veriö svo
frjálslynd, aÖ hún hefur ekki viljaö bugast aö þeim,
r