Skírnir - 01.01.1854, Blaðsíða 40
44
ekki áfengt hjá bændunum, og ókunnugir menn
þekkja varia, a& þab sje brennivín, því Svíar láta í
þab svo mikib sykur ab þab er sætt sem mjöbur.
þingib tók svo í málib, ab framvegis skyldi binda
einkaleyfib vib jarbeign eba ábúbarrjett á jörb, og
í bæjum vib húseign; en embættismönnum skyldi
ekki leyft ab brenna; tímann skyldi og takmarka
svo, ab í stab þess ab ábur hafa menn mátt brenna
í 6 mánubi, þá skyldu þeir mega brenna ab eins
í 2; líka skvldi hækka tollinn á brennivínsbrennsl-
unni.
Svíar hafa sjálfir stofnab fjelag til ab leggja
járnbraut frá Norbkaupangri til Línkaupangurs; hjer-
absmenn hafa nú safnab svo miklu fje, ab öll lík-
indi eru til, ab brautin verbi lögb brábum. Mest
naubsvn virbist vera á því ab koma á járnbraut
þeirri, sem liggja á milli Lagarins og Vænis, og
hafa margar bænarskrár komib til þingsins um þab,
ab stjórnin tæki ab sjer þetta fyrirtæki; þab má og
sjá á reikningsáætluninni, ab stjórnin ætlar ab gjöra
eitthvab í þessu, því þar er talib mebal útgjalda
1480000 rdla. til járnbrauta. þetta ár hefur verib
lagbur rafsegulþrábur frá Stokkhólmi til Uppsala;
stjórnin hefur og í hyggju ab koma fram meb frum-
varp um ab leggja annan frá Stokkhólmi til Hels-
ingjaborgar, sem stendur vib Eyrarsund gegnt vfir
frá Helsingjaeyri; fer þar gufuskip á milli allt árib
um kring, ef sundib ekki leggur, og nú þegar bú-
ib er ab leggja rafsegulþrábinn frá Helsingjaeyri og
til Hainborgar, þá geta frjettirnar þaban borizt skjótt
til Stokkhólms.
Hib þribja mál var verzlunarmálib. Nú á dög-