Skírnir - 01.01.1854, Blaðsíða 98
102
bænarskráin, sem fór fram, ab páfa væri bannab ab
setja biskupa í Hollandi, gagnstæb grundvallarlðg-
unum, en konungur, sem án efa hefur meira hugsab
um þab, ab stöbva þyrfti yfirgang páfamanna, kjöri ab
láta nokkra af rábgjöfunum segja af sjer. þab er
og mælt, ab honum hafi þótt Thorbecke of ríkur í
rábum, því ab hann hafbi hrundib úr völdum Schim-
melpenninck barún, jarli í Gelderlandi, gömium
abalsmanni og ríkisstjóra, móti vilja konungs. Ráb-
gjafar þeir, sem aptur voru kosnir, voruþessir: van
Hall, utanríkisstjóri, Donker Curtius, dómsmála-
stjóri, van Doorn fjárstjóri og van Reenen innan-
ríkisstjóri.
Skömmu seinna var þingi slitib, og skyldi velja
á ný 17. d. maímán. og þing byrja 14. d. júnímán.
Asamt þessari auglýsingu konungs er og skýrt frá
stjórnarabferb þeirri, er hinir nýju rábgjafar ætla ab
fylgja. |>ar segir: ab engu skuli breytt í stjórnar-
skipuninni um kirkju- og kennslumál, og ab alls
konar trú skuli vera frjáls, en stjórnin skuli hafa
nákvæmari gætur á öllum trúarflokkum. Konungi
skal gefa meira vald o. s. frv.; ekki líkabi mönnum
þessi auglýsing alls kostar vel, og rábgjafar þeir er
fóru úr völdum gjörbust oddvitar þeirra manna, er
grunubu nýju rábgjafana um gæbsku, og bábu menn
varast ab blanda ekki saman stjórnarmálum og kirkju-
málum, því ab þab lægi í augum uppi, ab rábgjaf-
arnir vildu efia konungsvald og minnka rjettindi
þjóbarinnar, undir því yfirskyni ab styrkja nýja sib-
inn og standa móti yfirgangi páfa. þó fjekk stjórnin
svo marga meb sjer, þegar búib var ab velja á ný,
ab hún gat komib á lagabobi, sem eykur umsjón