Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1895, Side 2

Skírnir - 01.01.1895, Side 2
2 Dingmál, löggjöf og stjórnarfar. Bretlands, veita ríflegan styrk til gufubáta á fjörðum og flóum, og reyna að koma íslandi í frjettaþráðareamband við útlönd), kvennfrelsismál (veita konum öll sömu rjettindi og körlum), afnám hœstarjettar. eptirlauna- mál (afnema eptirlaun eða færa þau niður), búsetu fastalcaupmanna hjer á landi, hluttöku safnaða í veitingu brauða (láta söfnuði fá að velja um alla umsækjendur), háskólamálið (stofna háskóla í 3 deildum, guðfræði læknisfræði og lögfræði; auk þess verði þar kennd íslenzk málfræði, saga og bókmenntir), skólamál (koma á realkennslu við lærða skólann í Reykja- vík, með samsvarandi kennslu á Norðurlandi), sveitastjórnarmál (setja milli- þinganefnd til að endurskoða fátækralöggjöfina), vínsölubannsmál (bjeruðin fái samþykktarvald um vínsölubann), afnám gjafsókna, atvinnumál (veita búnaðarfjelögum ríflegan styrk, styrkja sjávarútveg til móts við landbún- að, og veita lán til að kaupa tóvinnuvjelar), „Shúlamáliðu (rannsaka gjörð- ir landstjórnarinnar í því, og reyna að koma fram ábyrgð á hendur henni fyrir fjárkostnað landsins í því, en láta Skúla sýslumann Thoroddsen fá bættan skaða sinn af málarekstrinum). Viðvíkjandi skýlisbygging áÞing- völlum, var þvi skotið til þingmanna, að leita samskota í kjördæmum sínum. Enn er þess að geta, að auk f'unda í hverju hjeraði, hjeldu og Vestfirð- ingar almennan fund fyrir Vestfirði á Kollabúðum við Þorskafjörð (6. júní); komu þar til umræðu flest hin sömu mál og á Þingvallafundinum, og gengu ályktanir hvorutveggja fundarins í líka stefou. Alþingi — hið 13. löggjafarþing þessa lands — var sett af lands- höfðingja mánudaginu 1. júlí, en slitið laugardaginn 24. ágúst. í upphaii vantaði 2 þjóðkjörna þingmenn, Jón Jónsson, 2. þm. Eyjafjarðars. og Þor- leif Jónsson 2. þm. Húnavatnss., en þeir komu báðir, er nokkuð var liðið á þingtímann. Nýr þingmaður var einn, Þóröur læknir Thoroddsen, 1. þm. Gullbringu- og Kjósarsýslu, kosinn (15. júní) i stað Þórarins pró- fasts Böðvarssonar. Porsetar þingsins urðu: Ólafur umboðsmaður Briem í sameinuðu þingi, Árni landfógeti Thorsteinsson i efri deiid og Benedikt sýslumaður Sveinsson í neðri deild. Skrifstofustjóri alþingis var Stein- grímur Johnsen, cand. theol. Lagafrumvörp þau, er alþingi hafði til meðferðar að þessu sinni, voru alls 66 að tölu, 19 stjórnarfruihvörp og 47, er þingmenn sjálfir báru upp. Voru 44 samþykkt sem lög (17 stjfrv. og 27 þmfrv.), 14 felld (2 stjfrv. og 12 þmfrv.), 7 (þmfrv.) ekki útrædd og 1 (þmfrv.) tekið aptur. — Báð- ar deildir alþingis samþykktu og alis 30 ályktunartillögur, en 4 voru felldar og 3 teknar aptur. — Fyrirspurnir 2 voru bornar upp.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.