Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Síða 3

Skírnir - 01.01.1895, Síða 3
Þingmál, löggjöf og stjórnarfar. 3 Allmörg merk mál vorn rædd á þessu þingi. Br þar fyrst að telja stjórnarskrármálið. Það kom að sjálfsögðu til umræðu á öllum þingmála- fundum í hjeruðum; birtist það þá, að nokkur ágreiningur var meðal kjósenda, hvort alþingi skyldi að þessu sinni halda áfram óbreyttu stjórn- arskrárfrumvarpi BÍðasta þings, og stofna þar með til nýrra kosninga og aukaþings; varð þó sú skoðun ofan á i aiiflestum kjördæmum landsins, en nokkur voru því mótfallin. Af þessum skoðanamun stafaði áhugadeyfð sumra hjeraðanna á Þingvallafundi, sem þegar hefur verið getið. Þegar á þing kom, sást það og brátt, að hinir þjóðkjörnu þingmenn voru eigi allir á eitt sáttir í þessu máli. Yarð það úr, að nokkrir báru fram ó- breytt stjórnarskrárfrumvarp alþingis 1894, en aðrir komu með þingsá- lyktunartillögu í stað frumvarps. Var þar fyrst lýst yflr því, að alþingi hjeldi fast við sjálfstjórnarkröfur Islands — með skírskotun til stjórnar- skrárfrumvarpa alþingis — og skorað á stjórnina að sinna þeim. En einkum var skorað á hana, að hlutast til um, að löggjafar- og iandstjórnarmál, er heyra undir sjerstök mál íslands, verði framvegis ekki lögð undir at- kvæði ríkisráðsins danska, og að gjörð verði með nýjum stjórnarskipunar- lögum breyting á ábyrgð hinnar æðstu stjórnar íslands sjerstöku mála, svo að neðri deild alþingis megi ávallt, þegar ástæða þykir til, koma fram ábyrgð beinleiðis á hendur hjerlendum manni, er mæti á aiþingi. Enn var þar skorað á stjórnina, að stofnaður verði sjerstakur dómstóll (lands- dómur), skipaður innlendum mönnum, er dæmi í málum, er konungur eða neðri deild alþingis kann að láta höfða gegn æðsta stjórnanda hjer á landi. — Tillagan fjekk greiðan framgang í efri deild, því þar greiddu konungkjörnir þingmenn allir atkvæði með henni og auk þess 2 þjóðkjörn- ir. í neðri deild voru flokkar frumvarps- og tillögumanna hartnær jafn- fjölmennir. Þar urðu því allmiklar umræður, því hvorirtveggja sóttu og vörðu með kappi. í fyrstu varð frumvarpið þar sigursælla, en er það kom til efri deildar, var sú yfirlýsing samþykkt, að þvi skyldi eigi sinnt, með því að deildin hefði þegar áður samþykkt aðra leið í þessu máli (o: tillöguna). Fór þá svo, að tiliagan varð einnig samþykkt í neðri deild. Merkustu málanna á þessu þingi, er lengstar spunnust umræður um, verður brátt nánar getið, þar sem skýrt verður frá fjárlögunum og eim- skipsútgjördinni. Nokkur frumvörp samþykkti alþingi, er áður hafa kom- ið þar fram, og flest þá náð samþykki þings, en eigi staðfestingu konungs. Af þeim má nefna lagafrumvörp um kjörgengi kvenna, um eptirlaun, um breyting á lögum 8. jan. 1886 um hluttöku safnaða í veitingu brauða, 1*

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.