Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Síða 4

Skírnir - 01.01.1895, Síða 4
4 Þingmál, löggjöf og stjórnarf'ar. um stofnun lagaskóla, um rjett þeirra manna, er hafa þjóðkirkjutrú, til að ganga í horgarálegt hjónaband, um að nema dómsvald hœztarjettar í Kaupmannahöfn, sem œðsta dóms í islenzkum málum, úr lögum. Af öðr- um merkum nýmælum, er náðu fram að ganga, má nefna frumvarp til laga um brúargjörð á Blöndu, um aðgreining holdsveikra frá öðrum mönn- um og flutning þeirra á opinberan spítala, um ráðstafanir gegn útbreiðslu nœmra sjúkdóma, um ábyrgð fyrir eldsvoða í Reykjavikurhaupstaö, um hvalleifar, um hagfrœðisskýrslur, urn nýja f rímerkjagerð. Nokkur mál fjellu, er allmikið kvað að; hafa og sum þeirra áður verið borin fram á alþingi nf hálfu þingmanua, svo eem frumvörp um varnarþing í skuldamálum, um fjárráð giptra kvenna, um búsetu fastakaupmanna á íslandi. Felld voru og 2 merk stjórnarfrumvörp: um að byggja skuli spítala handa holdsveik- um mönnum og um að koma á gagnfrœðakennslu við lœrða skólann í Reykjamk og að afnema gagnfrœðaskólann á Möðruvöllum. Spítalamálið þótti þinginu eigi hafa enn fengið nægilegan undirbúning, en í skólafrum- varpi stjórnarinnar fannst því oflítið tillit tekið til þeifra óska, er fram hafa komið, um að minnka kennslu í hinum fornu málum. Auk tillögunnar í stjóruarskrármálinu þykir og rjett að geta nokkurra fleiri af þingsályktunartillögunum. Um ferðir landpóstanna var sú áskor- un samþykkt, að þeim verði fjölgað og nokkrar aukapóstgöngur stofnaðar. Yiðvíkjandi holdsveikisspítala var það ákveðið, að læknir skyldi sendur til Noregs, til að kynna sjer veikina og spítalastofnanir þar; svo skyldi og telja holdsveika menn hjer á landi hið fyrsta, og leggja fyrir næsta þing nákvæmar áætlanir um spítalann. Ein tillagan var um bindindisfrœðslu í alþýðuskólum. Tillnga var og borin fram og samþykkt um sölu land- sjóðsjarða á erfðafestu og önnur um fjárhald landsjóðskirkna og ein um að flóar og firðir á íslandi sjeu friðaðir fyrir fiskiveiðum útlendinga. Um námsstyrk íslendinga í Kaupmannahöfn var það ályktað, að leitað skyldi samninga við háskólastjórnina, um að fækka slíkum námsstyrkum handa íslendingum, en verja að sama skapi fje til utanferðar og frekari mennt- únar efnilegum kandidötum frá embættisskólum hjer á landi. Tvær til- lögur, er getið var í fyrra, náðu nú fram að gauga: um kennslu í ís- lenzkri tungu og um steinhúsbyggiugu fyrir œðri menntastofnanir lands- ins í rainningu urn 50 ára afmæli alþingis. Báðar deildir alþingis skor- uðu á stjórnina, að veita um 5 ára bil einkaleyfi lil að leggja frjettaþráð milli íslands og Bretlandseyja, ef þess kynni að verða óskað. Jafnframt var heitið 45,000 kr. árlegu tillagi af landsfje til slíks frjettaþráðar, þeg-

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.