Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 13

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 13
Þingmál, löggjöí og stjórnarfar. 13 Rektorsembættið við latínuskólann var veitt dr. Birni M. Ólsen, skólakennara (24. júlí). Yfirkennaraembættið var veitt skólakennara Stein- grími Thorsteinsson, (7. nóv.). Kennaraembœtti við hinn sama skóla var veitt cand. mag. Pálma Pálssyni (s. d.) Cand. phil. Þorleifur Bjarnason var og settur þar kennari (16. sept.). Sýslumannsembættið í Suðurmúlasýslu var veitt cand. jnr. Axel V. Tulinius, settum sýslumanni í Norður-Múlasýslu (26. sept.). ísafjarðar- sýsla og bœjarfógetaembœttið á ísafirði var veitt landritara Hannesi Raf- stein (s. d.) og Rangárvallasýsla settum sýsiumanni þar, cand. jur. Magn- úsi Torfasyni (s. d.). Settur sýslumaður i Suður-Múlasýslu var cand. jur. Sigurður Pjetursson (12. júní). Landlœknisembœttið var veitt dr. Jónasi Jónassen, hjeraðslækni i 1. læknÍBhjeraði, Keykjavík (7. nóv.). Schierbeck landlæknir hafði fengið læknisembætti á Sjálandi (5. júlí). Hjeraðslœknisembœttið í 19. læknis- hjeraði, Árnessýslu, var veitt Ásgeiri Blöndal, hjeraðslækni í 12. hjeraði, Húsavík (7. nóv.), og 5. lœknisumdœmi, Barðastrandarsýsla, settum lækni þar Tómasi Helgasyni (s. d.). Settur hjeraðslæknir var læknaskólakandí- dat Slcúli krnason, í 19. læknishjeraði (14. inaí) og háskólakaudídat Guð- mundur Björnsson í 1. læknishjeraði (30. sept.). Aukalœknisstyrk fjekk Oddur Jónsson i Strandasýslu (31. desbr.). Prófastur var skipaður í Snæfellsnessprðfastsdæmi præpos. lion. Sig- urður Gunnarsson, prestur í Stykkishólmi (22. febr.). Settur prófastur í Kjalarnesþingi var dómkirkjupreatur Johann Þorkelsson (9. maí). Prestaköll þessi voru veitt á árinu: Mýrdalsþing voru veitt Gísla Kjartanssyni, presti í Eyvindarhólum (16. marz), Miðgarðar í Grímsey, Matthíasi Eggertssyni, presti á Helga- stöðum (19. júní), Staður á Reykjanesi prestaskólakandídat Filippusi Magnússyni (20. júní), Eyvindarliólar prestaskólakandídat Pjetri Helga Rjálmarssyni (1. júlí), er skömmu síðar fjekk Helgastaði (22. ágúst), Garðar á Alptanesi Jens Pálssyni, presti á Útskálum (26. sept.). Prestvígslu tóku: Prostaskólakandídat Sveinn Guðmundsson til prests að Ríp og presta- skólakennari Jón Helgason, er tekizt hafði á hendur að halda uppi auka- guðsþjónustum í dómkirkjunni (12. maí), prestaskólakandidatarnir Ásmund- ur Gíslason, aðstoðarprestur Guðmundar Helgasonar, prests á Bergsstöð- um, Filippus Magnússon og Pjetur Helgi Hjálmarsson (25. ágúst).

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.