Skírnir - 01.01.1895, Blaðsíða 14
14
Þingmál, löggjöf og stjórnarfar.
Farstjóri hinnar fyrirhuguðu eimskipsútgjörðar á kostnað landssjóðs
var skipaður kaupmaður Ditlev Thomsen (21. okt.).
Umboðsmaöur yfir Norðursýsluumboð var skipaður Jón Jónsson, al-
þingismaður í Múla (7. júní).
Heiðursmerlci dannebrogsmanna fengu: Rektor Jón Þorkelsson, (26.
febr.), landfógeti Arni Thorsteinsson (24. júní) og yfirkennari Halldór Kr.
Friðriksson (24. júlí).
Heiðursgjafir úr styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. fengu: Magn-
ús Sigurðsson, hóndi á Grund í Eyjafirði, og Guðmundur Jónsson, bóndi
á Miðengi í Árnessýslu, 140 kr. hvor. fyrir framúrskarandi framkvæmdir
í jarðabótum og öðru þvi er búnað snertir.
Verölaun fyrir mannbjörg í sjávarháska fengu (9. sept.) formennirnir
Guðmundur Steinsson í Einarshöfn og Magnús Magnússon frá Kolviðarhóli.
Samgöngumál. Um nokkur undanfarin ár hefur það verið mikið á-
hugaefni þings og þjóðar, að koma samgöngum vorum í betra horf en
áður; hefur þegar orðið nokkur árangur af þessu, vandaðir vegir hafa
verið lagðir á fáeinum stöðum og brýr verið settar á nokkrar ár. En lítt
hefur enn heppnazt að koma á hagfelldum gufuskipaferðum umhverfis land.
Alþingi það, er nú var háð, steig stærra stig í þessa átt, en nokkurt hinna
yrri þinga, er það samdi lögin um eimskipsútgjörð á kostnað landssjóðs.
Nokkru fyrir árslok hafði farstjóri útgjörðarinnar útvegað allvandað gufu-
skip á leigu til handa landinu, heitir það „Yesta“; hugðu menn nú gott
til þeirra samgöngubóta fyrir næsta ár, því svo var gjört ráð fyrir, að
Gufuskipafjelagið danska hjeldi þá uppi öllum hinum sömu skipaferðum
til íslands og hin síðustu ár. Af lögsmíði þingsins til samgöngubóta má
nefna lögin um brúargjörð á Blöndu, auk ýmsra styrkveitinga, sem þegar
hefur verið getið.
Nýju mikilsháttar samgöngumannvirki var lokið þetta ár, Þjórsár-
brúnni hjá Þjótanda. Brúin var opnuð til umferðar fyrir almenning sunnu-
daginn 28. júlí. Voru þar við nær 2Va þúsund manna. Landritari Hannes
Hafstein var þar fyrir hönd landshöfðingja og vígði brúna með tölu,
langri og snjallri, en sjera Valdimar Briem orti kvæði, undir nafni árinn-
ar. Þetta er járnhengibrú, borin af margþættum járnvírstrengjum, 3
hvorum megin, en þeim haida uppi 26 „feta háar járnsúlur, sínar 2 við
hvorn brúarsporð. Eystri súlurnar standa á 8—9 álna háum steinstöpl-
um, hlöðnum, en að vestau eru hamrar að ánni. Brúin er lítið eitt lengri