Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 15

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 15
Samgöngumál. 15 eu meginbrfiin yfir ölfueá, eða rúmar 120 álnir, nokkru er hún og breið- ari, lO'/a fet milli handriðanna. Vígsludaginn varð vart við bilun á akk- eri8hleininni austan megin árinuar, en brátt tókst að bæta úr þeim mis- smíðum. Þykir brti þeBBi vönduð og eitthvert hið sæmilegasta og dýrasta mannvirki hjer á landi. Brúarsmiðurinn var hinn saini og við ölfusár- brúna, Mr. Vaughan frá Newcastle. — Brú var og lögð á Hjeraðsvötniu eystri, við Hegranes. Sýslumaður Skagfirðinga vígði hana sumardaginn fyrsta, 25. april. Þötti Skagfirðingum það mikill timadagur fyrir hjernð sitt, sem von var. Brú þessi er úr trje, 110 álnir á lengd og 38/4 al. á breidd. Undir henni eru 4 trjestólpar, með 5—8 stoðum hver, og grjót- stöplar hlaðnir báðum mogin á land upp frá brúnni. Bjarni Einarsson, heitir sá, er var yfirsmiður, borgfirskur maður. — Lokið var við bryggju allmikla og ramgjörva við Blönduós; hafði það fyrirtæki verið styrkt með fjárframlagi úr landsjóði. Á kostnað landsjóðs var unnið á Hellisheiði að vegagjörð og því lokið, er á var byrjað í fyrra, frá Kolviðarhóli austur að Varmá; er nú kominn vagnvegur úr Reykjavík allt austur að Ölfusárbrú. Ennfremur kostaði landsjóður vegagjörð á Mosfellsheiði, í Svinahrauni og í Múlasýslum. Gufubátarnir Elín og Oddur hjeldu uppi, eins og næsta ár áður, sam- göngum milli hafna á Paxaflóa og meðfram suðurströnd landsins. Elín laskaðist svo á Straumfirði í einni ferð sinni þangað (21. sept.). að hún var eigi dæmd sjófær. Með auglýsingu iandshöfðingja um póstmál (16. nðv.) var einni póst- ferð bætt við þær, er áður höfðu verið, milli Reykjavíkur og ísafjarðar og annari milii Reykjavíkur og Seyðisfjarðar, norðan um land. Eptir því, sem alþingi hafði lagt til voru og póstgöngur auknar að mun í ýmsum hjeruðum, með nýjum og breyttum aukapóstgöngum. Brjefhirðingar voru og þar með stofnaðar, 20 að tölu. Árferði og atvinnubrögð. Veðrátta var frá áramótum og út vet- urinn optast einkarmild, og opt líkari sumri en vetri. Er þess sjerstak- lega getið, að á Ströndum vestra fjell enginn snjór á þorra, og tók þar þá upp áfallinn snjó og þíddi ÍBa. Seint í marzmánuði gjörði kuldakast. Þá skemmdust jarðir á Rangárvöilum af sandroki. Vorið mátti og heita gott, sumstaðar nokkuð vætusamt, þar með fylgdi eitthvert hið fegursta og hagstæðasta sumar fyrir mestan hluta landsins. Á Suðurlandi var þó óþerrakafli til baga fyrra hlut heyskapartímans, voru einkum brögð að

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.