Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 19

Skírnir - 01.01.1895, Page 19
Árferði og atvinnubrögð. 19 leyst af hendi í Jarðræktarfjelagi Eeykjavíknr (dagsverk 2034; styrkur 477 kr.) og næst því í búnaðarfjelögum örímsneshrepps (dagsv. 1696; styrkur 373 kr. 50 au.), Miðdalahrepps (dagsv. 1280; styrkur 291 kr. 84 aur.), Ölíushrepps (dagsv. 1163; styrkur 272 kr.) og Hrunamannahrepps (dagsv. 1030; styrkur 241 kr.). Kirkjumál. Á prestastefnunni, er haldin var 4. júlí, var skýrt frá aðgjörðum handbðkarnefndarinnar; hafði hún þá að mestu lokið starfi sínu. Biskup bar fram tillögur hennar um breytingar á ýmsum atriðum í guðs- þjðnustugjörð og kirkjusiðum. Breytingartillögur þessar skyldu svo prent- aðar og veitti alþingi til þess fjárstyrk. Uppástunga kom frá sjera Jens Pálssyni á Útskálum um stofnun íslensks prestsembættis í Kaupmannahöfn vegna íslendinga þar, en hún hlaut lítinn byr. Ákveðið var að halda prestastefnuna framvegis síðast í júní. Fje það, er skipt var milli (6) uppgjafapresta og (66) prestsekkna, var 3681 kr. 40 au. Auk stiptsyfir- valda sðttu fundinn 16 menn prestvigðir. Nokkrar smábreytingar voru gerðar á lögum um kirkjuleg málefni, er þegar hefur verið getið (sbr. nr. 14, 26—28 í lagaskránni hjer að fram- an), en engar þeirra hafa verulega þýðing. Mikilsverðrar breytingar er þð að geta í kirkjulöggjöfinni þetta ár, því að ný og breytt reglugjörð fyrir prestaskðlann var gefin út (15. ágúst). Námstímann skal lengja um eitt ár, og auka kennsluna að sama skapi, einkum í biblíuskýringu, trú- fræði og kennimannlegri guðfræði. Við burtfararpróf skal gofa einkunnir í 9 greinum (Skýring nýja testamentis, trúfræði, siðfræði, kirkjusögu, skýring gamla testamentis, kennimannleg guðfræði, kirkjurjettur, prjedikun, barna- spurningar) og tvöfalda tölugildi i 4 hinum fyrstnefndu, er í skal reynt munnlega og skriflega. Til ágætiseinkunnar þarf 98 stig, til 1. eink. 78 st., til 2 eink. 59 st. og til 3. eink. 39 st. Hjer skal getið nokkurra landstjðrnarbrjefa um kirkjumál: Konungur samþykkti (29. jan.) makaskipti á jörðinni Skinnþúfu í Haukadal, kirkjueign Stðra-Vatnshorns fyrir bændaeignina Litla-Vatnshorn. Landshöfðingi lagði samþykki á (28. febr.) að kirkja á Hallormsstað væri lögð niður, og sóknin lögð undir Vallanes, nema Mýrar og Geirólfsstaðir til Þingmúla. Landshöfðingi felldi úrskurð (10. maí) um hluti, gefna bændakirkjum til skrants og áhalda. Konungur veitti leyfi (2. júlí) til makaskiptasölu á Bakkakoti i Andakíl, eign Bæjarkirkju i Borgarfirði, fyrir bændaeiguina Grimastaði. Landshöfðingi úrskurðaði (21. sept.) að 2*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.