Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 24

Skírnir - 01.01.1895, Page 24
Menntun og menning. Fyrirlestrar voru nokkrir haldnir um fræðiefni og ýms áhugamál, þðtt þeirra verði ekki Bjerstaklega getið bjer. Um læknaskipun flutti Quðm. læknir Björnsson tölu og rjeð til ýmsra breytinga á henni frá því, sem nú er; verður að líkindum meira rætt um það efni í Frjettum næsta árs, með því það er í ráði, að læknar haldi þá fund með sjer og ræði ýms málefni, er snerta íþrðtt þeirra. — Þeirrar nýjungar skal hjer getið, að Stúdentafjelagið í Reykjavík gekkst fyrir þvi að haldnir væru fyrirlestrar fyrir alþýðu manna með afarlágum inngangseyri, svo að sem flestir mættu hafa þar frððleik og skemmtun. Rannsöknarferðir voru nokkrar farnar þetta ár. Skáldið Þorsteinn Brlingsson fðr rannsóknarferð um Árnesþing og Rangárvöllu og síðan vestur um land, allt til Arnarfjarðar; rannsakaði hann ýmsar fornar tðpt- ir og sögustaði á leið sinni, og tðk myndir af; rak hann þetta erindi fyr- ir hefðarkonu eina í Yesturheimi, Miss Horsford; hafði faðir hennar ritað um fund Vínlands; vilja þau feðgin leitast við að sanna, að í Vesturheimi flnnist enn leifar af hinum fornu bústöðum íslendinga. En til þess að ganga úr skugga um þetta, er nauðsynlegt að rannsaka forna húsaskipun hjer á landi. Dr. Þorvaldur Thoroddsen fór um Norður-Þingeyjarsýslu og hjelt þar áfram rannsóknum sínum um landfræði íslands og jarðfræði. Holdsvoikislæknirinn danski, Dr. Bhlers, sá er hjer kom í fyrra, ferðaðist einnig þetta sumar hjer um land, um Arnessýslu og Rangárvelli og mest um Norðurland; hafði hann fengið fjárstyrk til ferðarinnar af ríkissjóði Dana. Nokkra nýja holdsveikissjúklinga fann hann í þessari flerð. í för hans voru 3 aðrir læknar, enBkur, frakkneskur og þýskur. Þeir fjelagar ljetu nú vel yfir ferð sinni. Einkum brugðu þeir við náttúrufegurð á Norðurlandi, Útlendir ferðamenn komu hjer alimargir, þótt fæstra þeirra sje sjer- staklega getið; þýskur maður, Dr. Heusler, fciðaðist hjer og kannaði fjöll; hann komst bæði upp á Eiríksjökul og Snæfellsjökul. Ferðamannafjelag stofnuðu nokkrir Reykvíkingar um sumarið fyrir forgöngu Ditlevs kaupmanns Thomsens. Tiigangur fjelagsins er „að hlynna að skemmtiferðum útlendinga hingað til lands og gera þeiin fýsilegt hjer að vora“. Vill þvi fjelag þetta leitast við að efla erlendis þekkingu á landinu og ferðalögum, styðja að samgöngum við útlönd og fá hjer góða gÍBtingastaði, gefa útlendingum vísbendingar um veiðivötn, hentugar leið- ir og áreiðanlega fylgdarmenn, og leiðbeina öllum þeim, er slík ferðalög snerta, hæði innlendum mönnum og útlendingum,

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.