Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Síða 28

Skírnir - 01.01.1895, Síða 28
28 Misferli og mannalát. Nokkur grunur ljek og á þyí, að sumir þeirra, sem taldir eru í elysfara- bálkinum, hefðu sjálfir skapað sjer aldur. Látnir merkismenn. Heilbrigði var víðast góð, og manndauði í minna lagi. Farsóttir gengu ongar. Þessir önduðust úr flokki lærðra manna: Kjartan Jónsson (bónda Björnssonar og Þuríðar Guðmundsdóttur frá Steinum), uppgjafapreBtur, andaðist að Elliðavatni 28. febr. (f. í Drangshlíð 8. ágúst 1806). Hann útskrifaðist frá Árna stiptprófasti Helgasyni 1827, var aðstoðarprestur sjera Ólafs Pálssonar í Eyvindarhólum 1830—35, fjekk síðan það presta- kall 1852, ljet af preBtskap 1886. Hann átti fyrst Sigríði (f 1865) Ein- arsdóttur, stúdents í Skógum, Högnasonar, og síðar Ragnhildi Gísladóttur frá Gröf í Skaptártungu. Synir hans eru þoir sjera Kjartan á Stað í Grunnavík og sjera Gísli í Mýrdalsþingum. Sjera Kjartan var fjörmaður til elli og hjelt óakertum sálarkröptum til hins síðasta. — Tómas Þor- steinsson (bónda Magnússonar og Katrínar Tómasdóttur), uppgjafaprestur, andaðist á Oddeyri 24. apríl (f. í Eyvindarholti 7. desember 1814). Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1841, vígðist 1843 aðstoðarprestur Jóns prófasts Gíslasonar á Breiðabólstað á Skógarströnd, fjekk Hofsþing 1848, B,oynistaðarklaustur 1880, fjekk lausn frá embætti 1887. Kona hans var Margrjet Sigmundsdðttir, snikkara Jónssonar. — í preBtastjettinni islenzku þótti skarð fyrir skildi, er Þórarinn Böðvarsson (prófasts Dorvaldssonar og Döru Björnsdóttur frá Bólstaðarhlíð) prófastur andaðist, 7. maí (f. í Gufudal 3. maí 1325). Hann útskrifaðist úr Reykjavíkurskóla 1847, varð prestaskólakandidat 1849, vígðist s. á. aðstoðarprestur föður síns að Mel- stað, fjekk Vatnsfjörð 1854, Garða á Álptanesi 1868. Prófastur var hann bæði í ísafjarðartýslu (1865) og Kjalarnesþingi (1872). Alþingismaður var hann (fyrir Kjósar- og Gullbringusýslu) frá 1869 til dauðadaga. Konu hans, Dórunnar Jónsdóttur og barna þeirra var getið í riti þessu í fyrra. Dðrarinn prófastur var jafnan mjög fyrir hjeraðsbúum sinum og oddviti þeirra i mörgum framfaramálum. Hann og kona hans stofnuðu i fyrstu af eigin efnum gagnfræðaskólann í Flensborg. Hann var jafnan helsti formælandi preatastjettarinuar og átti manna meBtan þátt í Kirkjulöggjöf þessa lands í fjórðung aldar, en frá þeim tima stafa fjölmörg þýðingar- mikil nýmæli í henni. Helst af ritverkum hans er Lestrarbók handa al- þýðu. — Jón Bjarnason Thorarensen (amtmanns B. Thorarcnsens og HiUlar Bogadóttir frá Stnðarfelli), uppgjafaprestur, andaðist í Stórholti 25. ágúst (f. á Gufunesi 30. jan. 1830). Hann útskrifaðist frá lat'muskólanum 1853,

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.