Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 30

Skírnir - 01.01.1895, Page 30
30 Misferli og mannalát. okt. 1832). Hann var albrððir Sigurðar lektors og þeirra systkina. Stú- dentspróf við latínuskólann tók hann 1854 og stundaði síðan háskólanám, en lauk þar eigi prófi. Síðast var hann alllengi amtsskrifari. — Guðjón Daníelsson Fjeldsteð, skólasveinn, andaðist að Hvitárósi 17. jan. (f. 25. apr. 187tí), efnilegur námsmaður og drengur góður. Hjer skal getið nokkurra merkra leikmanna, er ljetust þetta ár, auk þeirra sem nefndir hafa verið, þar sem skýrt var frá manntjóni af slys- förum. Sveinn Sveinsson, bónda á Hóli, Tómassonar og Dýrleifar Jóhannes- dóttur, andaðist í Hvammi í Höfðabverfi í janúar. Hann hafði lengi búið á Hóli og verið búhöldur góður og vinsæll. Kona hans var Anna Jónas- dóttir, bónda í Hvammi, Oddssonar. — Guðmundur Thorgrímsen, r. af dbr., andaðist í Keykjavík 2. mars (f. í Hafnarfirði 7. júní 1821), sonur Torfa Thor- grímsens, examin. jur., og konu hans, Grethe Lund. G. Th. varð ungur að aldri forstjóri fyrir verslun Lefolii á Byrarbakka og hafði það starf á hendi um 40 ár, með miklum sóma. Kona hans var Sylvía Níelsdóttir, kaupmanns á Siglufirði, Jónssonar. Heimili þeirra hjóna var þjóðkunnugt fyrir rausn og í mikilli virðingu hjá æðri og lægri. — Þorbjörn Jónas- son (bónda í Arnarholti Jónssonar og Bjargar Stefánsdóttur frá Keflavík), kaupstjóri, andaðist í Leith í Skotlandi 9. apríl. Vinsæll maður og ötull. — Jón Kristjánsson, fyrrum bóndi í Skógarkoti í Þingvallasveit, andaðist í Keykjavík 31. maí, 84 ára að aldri, „dugnaðarmaður mikill og framfara- maður og jafnframt búhöldur hinn besti“. — Steinþór Þórðarson (bónda Steinþórssonar og Guðrúnar Böðvarsdóttur), bóndi á Ballará, andaðist 3. júlí, 55 ára, „stakur dugnaðar- og starfsmaður og mjög fjölhæfur“. — Þorlákur Jónsson, í Hafnarnesi í Nesjum, andaðist 19. nóv. (f. á Hofi í Öræfum 1. jan. 1833), hagleiksmaður mikill og þjóðhagasmiður. — Björn Gunnlaugsson (bónda Sigvaldasonar frá Hafrafellstungu), bóndi í Skógum í Axarfirði, andaðist 12. nóv. Hann var hæfileikamaður og einn af merk- ari bændum Þingeyinga. — Arinbjörn Ólafsson bóndi í Tjarnarkoti íNjarð- víkum, andaðist 9. des. (f. 3. nóv. 1834), dugnaðar og sæmdarmaður. — Símon Sigurðsson andaðist í Móhúsum við Stokkseyri 31. des. (f. í Munað- arnesi 18. ágúst 1808). Hann hafði lengi búið á Kvígsstöðum í Borgar- firði og verið framfaramaður, og fengið einna fyrstur manna heiðurslaun af styrktarsjóði Kristjáns konungs IX. Hann var og hueigður til bók- mennta og skáldmæltur vel. — Asgeir Þorsteinsson (bónda Þorleifssonar í Kervogi og Herdísar Jónsdóttur frá Undirfelli) skipstjóri andaðist í Reykja-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.