Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 31

Skírnir - 01.01.1895, Page 31
Misferli og mannalát. 31 vík 23. okt. (f. 10. sept 1860), hagleiksmaður mikill og vel metinn í starfi sínu; pðtti hann í mörgu vera fyrir öðrum pilskipaformönnum, og var meðal annars frumkvöðull að þeim fjelagsskap þeirra, er heitir „Aldan“. Af íslenzkum merkiskonum, er önduðust þetta ár, skal nefna þesaar: Þorbjörg Halldórsdóttir (stud. Sigurðssonar frá Hálsi í Fnjóskadal og Hildar Eiriksdðttur, systur Magnúsar eand. theol.), húsfrú Stefáns prests Jónssonar á Auðkúlu, andaðist 18. ágúst (f. 12. okt. 1851), einhver merkasta kona í hjeraði sínu, fjölhæf til munns og handa. — Katrín Þor- valdsdóttir (bónda Sivertsens í Hrappaey) andaðist i Keykjavík 23. des. (f. 3. apríl 1829). Hún átti fyr Lárus prófast Johnsen, síðast prest í Skarðs- þingum (f 1859) og síðar Jón bókavörð Árnason (f 1888). „Húu var miklum og göfugum kvennlegum kostum prýdd“. — 1 Kaupmannahöfn andaðist (27. sept.) í hárri elli merkiskona ein af íslenskri ætt, Benedicte Arnesen Kall (f. 13. nóv. 1813), dóttir málfræðingsins Páls Árnasonar. Hún var vel menntuð og starfaði að bókmenntum og skáldskap; ritaði hún ýms rit og hefur meðal annars þýtt á danska tungu rit hins franska skálds Moliére, og þykir snilldarbragur á þeirri þýðingu. Einu sinni ferð- aðist hún hjer um land og bar jafnan hlýjan hug til þessa ættlands síns og sona þess og dætra. Landar vorir fyrir vestan haf. Yesturfarir hjeðan af landi voru í minnsta lagí þetta ár. En yfirleitt var vel látið af högum íslendinga þar í álfu. Atviuna jókst í borgum og bæjum, og öndvegistíð var fyrir þá, er akuryrkju stunda. Yar þetta ár talið íslendingum eitthvert hið besta síðan þeir settust að þar í álfu. Uppskera varð góð; um einn íslenskan bónda við Garðar í Norður-Dakota er þess getið, að hveitiuppskera hans varð nær 12000 skeppur. Kirkjufjelag íslendinga í Vesturheimi hjelt 11. ársþing sitt í Pembina 26. júní til 1. júlí. Söfnuðir fjelagsins voru jfá 23. Meðal annars var þar rætt um inngöngu kirkjufjelagsins í „(feneral Council“, sem er safn ýmsra minni lúterskra kirkjudeilda þar i álfu. Þar var og gjörður að umtals- efni fjelagsskapur ungmenna eptir fermingu, til viðhalds þeim í kristin- dómi; hafa slik fjelög myndast þar sumstaðar meðal íslendinga Fyrirlest- ur flutti Friðrik prestur Bergmann þar (um tákn tímanna), og annan sjera Jón BjarnaBon (um forlög). Almennar ræður voru haldnar út af þeirri spurningu, hvernig kirkjufjelaginu væri unnt að styðja nám íslenskrar tungu og fræða meðal æskulýðsins þar i landi. Um áramótin var skóla-

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.