Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 33

Skírnir - 01.01.1895, Page 33
II. Frá öðrum löndum. Vafningar og- viðsjár með stói'þjóðunum. Á þeim bar með meira móti árið 1895, og skal í fám orðum skýrt frá þeim í þessari yflrlits- grein. Fyrst verður þá fyrir oss að geta um öfriðinn milli Japansmanna og Kínverja, endalok vopnaviðskiptanna, friðarsamninginn og vafningana, sem út af honum spunnust. Síðasta stórvirki Japansmanna árið 1894 var að vinna Port Arthur, og er miunzt á það í síðasta Skírni. í janúarmánuði hjeldu þeir her sín- um og flota suður fyrir Petsjelíflóann og gengu á land á Sjan-tung-tang- anum, eitthvað 50 rastir frá horginni Wei-ha-wei. Sú borg var rammlega víggirt og var helzta hafnarborg Kínverja eptir að Japansmenn höfðu unn- ið Port Arthur. Þar lá floti Kínverja fram undan. Eitthvað viku eptir landgönguna var Oyama marskálkur, foringi Japansmanna, kominn með her sinn til Wei-ha-wei, og vann flest vígi borgarinnar 2. og 3. nóvember. Fáum dögum síðar varð grimm orusta milli kínverska flotans og japanska í sundinu fyrir framan borgina. En þegar skip Kínverja föru að leysast sundur og sökkvá, 12. febrúar, sendi Ting, sjóliðsforingi Kínverja, orð til Oyama marskálks, kvaðst vilja gefast upp og gekk að fullu að kostum Japansmanna. Daginn eptir gengu Japansmenn yfir á skip Kinverja, en þá hafði Ting og tveir foringjar aðrir ráðið sjer bana. Lið Kínverja var laust látið, en lík Tings sent á kínversku heiskipi til hafnarborgar nokk- urrar þar fyrir vestan. Framganga Japansmanna við Wei-ha-wei er frseg mjög, og það því fremur sem Kínvcrjar vörðust þar af óvenjulega mikilli hreysti. Norðurálfublöðin sögðu, að engin væri sú þjóð í heiminum, sem ekki hefði haft fulla áBtæðu til að þykjast af slíkum sigri. „Þeir berjast einB og Englendingar", sögðu enBku blöðin, og meira lofsorði geta þau vitanlega ekki lokið ú vaskleik neinna hermanna. Eigi að eins voru árás- ir þeirra gerðar af hreysti og hugrekki, heldur var og stjórnin svo góð 3 Sklrnir 1895.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.