Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 38

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 38
38 Vafningar og viðsjár. veldin ]irjti, Bnglendingar, Brakkar og Rússar, mnndn skerast í leikinn og rjetta hlut Armenírmanna, sjá þeim að minnsta kosti horgið fyrir nýj- nm ofsóknum. Framan af sumrinu voru allmiklar líkur til að þær vonir mundu rætast. Stórveldin höfðu sent rannsóknarnefnd til Armeníu, og hún hafði komizt að þeirri niðnrstöðu, að sögurnar, sem borizt höfðu út um grimmdarverk Tyrkja þar, væru ýkjulausar, og jafnframt komið með tillögur til breytinga í því skyni að tryggja líf og eignir Armeníumanna. Svo kröfðust Englendingar þess meðal annars, að sett yrði 7 manna eptirlits- nefnd í Armeníu, er skyldi gæta þess, að Tyrkir fylgdu háttum siðaðra þjóða í meðferð sinni á Armeníumönnum; skyldu stórveldin kjósa 3 af nefnarmönnum, en hinir vera Tyrkir. Pormaður nefndarinnar skyldi vera kristinn maður. Soldán fór undan í flæmingi, en svo virtist um stund, sem stórveldin ætluðu að fylgjast hjer að málum, og sumum af kröfunum fjekkst framgengt að nafninu til, en þó svo rnikið þá úr þeim dregið, að almennt munu menn ekki hafa gert sjer miklar vonir um árangur, þegar þar var komið málunum. Svo bættist þar við, að manndrápin hófust af nýju, fullt eins voðaleg eins og áður, svo að hárin rísa á höfðum manna við þær frásagnir. Annað ekki sýnilegt, en að fyrir Tyrkjum vaki, að uppræta Armeníumenn með öllu. Og enska stjórnin hafði sýnilega vilja á að bjálpa. Eptir að Salisbury lávarður var kominn til valda (sjá Eng- lands-kaflann), minntist hann á Armeníu í hverri ræðunni eptir aðra, minnti soldán á, að það væri ekki nema að nafninu til, að hann væri öðr- um ríkjum óháður, kvað stórveldin vera á sínu máli í þessu efni, og hafa fastráðið, að annaðhvort skyldu Tyrkir verða að haga sjer eins og siðaðir menn, eða hafa sig á burt að öðrum kosti. Soldán varð hræddur, skrif- aði Salishury auðmjúkt brjef og lofaði umbótum miklum, ef sjer væri að eins sýnd biðlund. En ekki verður sjeð, að hann hafi í raun og veru þurft neitt að óttast. Það leynir sjer ekki, að Salisbury hefur tekið nokk- uð djúpt í árinni, þegar hann fullyrti, að stórveldin væru sammála. I)ig- urmæli hans um það, hvernig Tyrkir verði að bæta ráð sitt, hafa enn ekki (á miðju sumri 1896) reynzt annað en marklaust hjal, og hefur hann feng- ið ámæli mikið fyrir, sem von er. Dað eru vitanlega Rússar (sem allt af ætla sjer mikinn hluta Tyrkjaveldis), sem ekki hafa viljað láta Englend- inga hreifa neitt við „sjúka manninum“; og með því að Frakkar eru sjálf- sagðir að veita Rússum, þá hefur enska stjórnin hikað sjer við að leggja út í að liðsinna Armeníumönnum gegn vilja stjórnarinnar í Pjetursborg. Margar raddir hafa heyrzt meðal Englendinga í þá átt, að rjettara væri

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.