Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 43
Frakkland.
43
lagar frá ættjörð sinni vegna hluttöku sinnar í stjörnmálum. Meðal þeirra,
er nú hurfu heim aptur frá Englandi, var Rochefort, hinn nafnkenndi rit-
stjðri blaðsins „L’Intransigeant", og var honum tekið með kostum og
kynjum á Frakklandi.
Svo virðist sem Faure forseti haíi getið sjer svo miklar vinsældir
meðal alþýðu manna, sem frekast verður við búizt af manni í hans stöðu.
Að minnsta kosti hefur honum verið tekið með mestu virktum á ferðum
sínum um Frakkland, enda gert orð á því, hve ástúðlegur hann sje í við-
mðti. Hann hefur gert sjer far um að líta sem hezt eptir öllu í borgum
þeim, er hann gistir, þjððstofnunum, spítölum, fjelögum o. s. frv., og yfir-
leitt lofsorði lokið á frarokomu hans.
En ekki varð Eibots-ráðaneytið fast í sessi, fremur en fyrirrennarar
þeirra — að meðaltali hefur ekki hvert þeirra setið að völdum nærri því
fullt ár síðan lýðveldið komst á fót. Þegar frá öndverðu var því spáð,
að því mundi stuttur aldur áskapaður, og eptir þvi sem nær færðist þing-
göngu um hanstið, urðu horfur þess övænlegri. Degar á þing kom (í októ-
bermánuði) voru lögð fyrir stjórnina ógrynni af fyrirspurnum, og ein þeirra
reið henni að fullu. Hún var um slælega reknar rannsóknir i einu fjár-
glæfra- og mútumálinu enn; stjórn og þingmönnum var borið á brýn, að
hafa þegið mútur til þess að útvega járnbraut sinni óhæfilegar skuldbind-
ingar frá ríkisins hálfu. Enda þött Kibot og aðrir ráðherrar svöruðu fyr-
irspurninni greiðlega og ekki virtist svo, sem þeir vildu neins dyljast, fór
svo, að þeir urðu ofurliði bornir og vantraustsyfirlýsing náði samþykktum.
Annars hefur úð og grúð af fjeglæfrasakargiptum á Frakklandi þetta ár,
gegn þingmönnum, embættismönnum, hlaðamönnum og jafnvel dðmurum.
En lítið hefur sannazt, og virðist svo, sem ekki sje árennilegt við að fást,
með því að svo margir af helztu mönnum landsins ern við riðnir.
Formaður ráðaneytisins, sem tók við af Ribot, heitir Bourgeois, al-
þekktur skörungur i liði vinstrimanna, og voru embættisbræður hans ýms-
ir merkir menn, svo að ráðaneytið þótti óvenjulega vel skipað, þar á með-
al Kicard, dómsmálaráðherra, Cavaignac, hermálaráðherra, son Cavaignacs
þess er bældi niður júní-uppreistina 1848, og Berthelot, utanríkisráðherra,
nafnfrægur efnafræðingur. Stjórnin lýsti yfir því áformi sínu, að vinna
sem mest að umbótum, er verkamönnum gæti verið hagur að.
Orð ljek á því, að Ribots-stjórninni mundi ekki hafa verið sjerlega
óljúft að sleppa völdum á þann hátt, sem htin gerði, og að hún mundi
ekki hafa hlakkað til að þurfa að verða fyrir svörum í þinginu út af her-