Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1895, Page 48

Skírnir - 01.01.1895, Page 48
48 Þýzkaland. hafs og EystraBalts var vígt af keisara 20. júní og dagana þar á eptir. Kostnaðurinn til hátíðahaldsins var lagður úr sambandssjóði Þjóðverja og talinn 1,700,000 marka. Skurður þessi er hið mesta mannvirki. Átta ár hafa menn verið að grafa hann, síðan 1887, að Vilhjálmur 1. lagði niður fyrsta steininn. 5—10 þúsundir manna hafa stöðugt unnið að því verki og yfir 60 milj. ferhyrningsmetra af mold hefur verið rutt þar úr vegi. Skurðurinn er nálega hundrað rastir (um 13 milur) á lengd, 217 fet á breidd efst, 86 fet neðst og 30 feta djúpur. Hann á að vera fær nálega stærstu hafskipum og styttir leið milli Englandshafs og Eystrasalts um talsvert á annað hundrað danskra mílna. Hann byrjar við litla höfn við Kílarfjörð, sem Holtenau heitir og endar við mynnið á Saxelíi við bæinn Briinshuttel hinum megin. Til vígsluhátíðarinnar kom múgur og marg- menni hæði frá Þýzkalandi og öðrum löndum. Frá 15 þjóðum komu her- skip til Kílar, þar á meðal frá Frökkum, sem þðtti tiðindi, en ekki fóru öll þau skip gegnum skurðinn. Um traustleik hans eru nokkuð misjafnir dómar, og vafasamt þykir, að hann muni verða verzlun manna og við- skiptum tiltölulega að eins miklum notum eins og hann verður Þjóðverj- um handhægur til þess að drottna yfir Eystrasalti. Mjög er dýrt fyrir skip að nota hann, svo að húizt er við, að seglskip að minnsta kosti muni heldur fara lengri leiðina, norður fyrir Jótlandsskaga, þótt hættulegri sje. Þriðja hátíðahaldið fór svo fram að áliðnu sumri víðast hvar um Þýzkaland, í minningu um sigurinn, sem Þjóðverjar unnu á Frökkum fyr- ir 25 árum. Illa mæltist víða fyrir því hátíðahaldi. Blöð Frakka ljetu það liggja í þagnargildi. En hlöð Englendinga og Bússa höfðu orð á því, að ekki sæti vel á stórþjððunum, að skaprauna öðrum á þann hátt, enda hefði ekki tíðkazt meðal þjóðanna áður, að halda slik sigurvinninga-af- mæli. Á Þýzkalandi sjálfu fóru sósíalistablöðin afarhörðum orðum um há- tíðarhaldið, kváðu með því göfgaðan ófriðinn og allar svivirðingar, er hon- nm væru samfara. Sum af þeim blöðum fóru enda miður virðulegum orð- um um Vilhjálm keisara 1. og Bismarck, báru meðal annars Bismarck á brýn, að hann hefði falsað hraðfrjett, sem kveikt hefði í ófriðartundrinu. Keisari brást afarreiður við, hjelt eina af sínum nafntoguðu ræðum og fór hinum svæsnustu orðum um sósíalista, eins og hann er vanur, þegar eitt- hvað ber út af. Ítalía. Sagt er frá því í Skírni í fyrra, að Crispi hefði látið þingið hætta löggjafarstarfiuu í desember 1894, þegar hann fjekk þar ekki við

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.