Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1895, Síða 51

Skírnir - 01.01.1895, Síða 51
51 Austurríki og Ungverjaland. Ofstæki þeirra minnir á skuggalegustu tímabil miðaldanna. Þessi maður var kosinn með tveim þriðju hlutum atkvæða. Bn stjðrnin á rjett á að samþykkja koBninguna eða hafna henni, og hún synjaði henni samþykkis. Út úr þessu urðu harðar deilur á þingi Austurrikismanna, en Badeni varði aðgerðir stjðrnarinnar á hinn skörulegasta hátt. Bptirtektavert er það óneitanlega, að slíkur maður skyldi ná kosningu hjá alþýðu manna, en landstjórnin verða til þess að hamla svívirðingunni. Annars fnllyrða merk hlöð, að ef Gyðingamálinu væri ráðið til lykta með atkvæðum al- þýðu í Þýzkalandi, Austurríki og Ungverjalandi, mundu mest líkindi vera til þess, að allir Qyðingar yrðu reknir úr landi og allar eigur þeirra gerðar upptækar. ííoregur og Svíþjðð. Samkomulagið milli þessarra sambandsþjóða var i meira lagi stirt þetta síðasta ár, og stafaði sundurþykkjan af konsúla- málinu, sem frá hefur verið skýrt í Skírni írá siðustu árum. Oscar kon- ungur kom til Kristjaníu í lok janúarmánaðar. Emil Stang, foringi hægri manna á þinginu og stjórnarformaður síðan 1893, sagði þá af sjer, með því að örvænt var um, að hann gæti komið á samkomulagi milli þingsins og stjórnarinnar. Konungur neyddist þá til að leita til vinstri manna til þess að fá nýtt ráðaneyti skipað. Eu það gekk síður en ekki greið- lega. Konungur afsagði að slaka til; slíkt hið sama gerðu leiðtogar vinstri manna, og svo fór, að konungur fjekk enga áheyrn hjá þeim. Þá skoraði hann á Stang, að taka afsögn sina aptur, en til þess var hann ófáan- legur. Þá reyndi hann við Jakob Sverdrup, leiðtoga miðílokksins, og fór sú tilraun á sömu leið. Svo varð konungur aptur að hverfa frá Krist- janíu, að hann fjekk ekkert nýtt ráðaneyti skipað, en Stang hjelt stjórn- arstörfunum áfram til bráðabirgða að eins. Nokkru eptir að konungur kom heim aptur til Stokkhólms, tók hann til ráða, er Norðmönnum gazt að hið versta, Ijet þing Svía kjósa 12 menn, 6 úr hvorri deild, til þess að ræða með sjer konsúlamálið á leyndarráð- stefnu. Þeir menn einir voru kosnir, er menn vissu Norðmönnum and- stæða. Þessi 12 manna samkunda komst, ásamt konungi, að þeirri niður- urstöðu, að konsúlum heggja ríkjanna skyldi skipt í 3 flokka. í fyrsta flokki skyldu vera sænskir konsúiar einir, í þeim löndum þar sem Svíar einir eiga viðskipti, en Norðmenn ekki. í öðrum flokki norskir konsúlar eingöngu, þar sem Norðmenn eiga viðskipti, en Svíar ekki. 1 þriðja flokk- 4*

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.