Skírnir - 01.01.1895, Page 53
Noregur og Svíþjóð.
53
ingu frá ensku stjórninni, en Norðmenn undu þessum sögnsögnum illa og
kenndu þær Svíum í Stokkhólmi.
Að lokum var samþykkt af öllum flokkum á stórþinginu, að ræða þar
uppástungu um, að samkomulags skyldi leitað við Svía um konsfilamálið,
þannig að hvorir um sig hjeldu fast við fullt sjálfstæði hvors ríkisins og
voru 10 menn kosnir, 5 af vinstrimönnum og 5 af miðflokknum og hægri-
mönnum, til þess að koma sjer saman um höfuðatriðin, er fram skyldi
haldið af Noregs hálfu. En nefnd þessi gat ekki orðið á eitt sátt, og ekki
tók betra við, þegar málið kom fyrir í þinginu. Jafnvel vinstrimenn skipt-
ust í tvo flokka; 24 þeirra gerðu það að skilyrði fyrir samningum, að kon-
ungur skipaði nýtt ráðaneyti af eindregnum vinstrimönnum, en vildu að
öðrum kosti neita útgjöldunum til sendiherra og konsfila fyrir þetta ár.
Enn kom konungur til Kristjaníu i jfinímánuði og kvaddi ýmsa til
viðtals, en ekki tókst honum að mynda nýtt ráðaneyti. Hann ætlaðist til
að í því ráðaneyti skyldu allir þingflokkar hafa fulltrfia, en um það fjekkst
ekkert samkomulag. Eriðarhoríurnar voru um það leyti mjögískyggilegar,
því að Norðmenn lögðu fram stórfje tii að auka her sinn og flotann, og
var það talið svar upp á þau fjárframlög Svía, sem áður er á minnzt.
Stórþinginu var slitið 30. júlí, og eptir það lágu deilumálin í láginni það
sem eptir var ársins.
Loksins tókst að mynda nýtt ráðaneyti í októberraánuði. í því urðu
4 hægrimenn, 4 vinstrimenn og 2 úr miðflokknum. Stjórnarformaðurinn
er hægri maður, Hagerup dómsmálaráðherra. Af vinstrimönnum i ráð-
herrahópnum er Engelhart nafnkenndastur. Sverdrup er annar miðflokks-
mannanna.
Danmork. Rikisþinginu var slitið 2. apríl. Fjárlögin náðu sam-
þykktum og málalokin yflrleitt skapleg. Annars helztu tiðindi frá Dan-
mörku kosningarnar til fólksþingsins, sem fóru fram 9. apríl. Yinstrimenn
unnu þar mikinn Bigur á hægrimönnum og miðlunarflokkinum, voru 62 alls
(að sósíalistum meðtöldum), en hægri og miðlunarflokkurinn höfðu að eins
51 á þingi. Einkum voru það miðlunarmennirnir, sem undir urðu. Slíkum
kosningaósigri hefur stjórnin ekki orðið fyrir síðan 1884. Sárast þótti
hægrimönnum, að sögn, að Bahnson, sem lengi var hermálaráðherra og
bezt gekk fram í því að tæma ríkissjóðinn til þess að víggirða Kaup-
mannahöfn, þvert ofan í meiri hluta þings og þjóðar, náði ekki kosningu.