Skírnir - 01.01.1895, Síða 54
54
Danmörk.
Af 16 kjördæmum i Kaupmannahöfn og á Friðriksbergi kjeldu hægrimenn
4 að eins.
Ekki er ðlíklegt, að þau úrslit hafi meðfram stafað af megnri gremju,
sem kom upp .að áliðnum vetri meðal hinna smærri verzlunarmanna út af
stofnun kaupfjelags eins, hlutafjelags, er „Freyr“ nefnist. Fyrir stofnun
þess gengust einkum stðrbændur og embættismenn, og Var það því talið
eiga rðt sína að rekja úr liði hægri manna. Það selur hluthöfum vörur með
lægra verði en búðirnar og vandar þær þó sem mest. Hlutabrjefin kost-
uðu 20 krðnur að eins, sem borgast skyldu smátt og smátt, svo fátækl-
inguin var ekki ókleyft að njóta hlunnindanna, og fjekk fjelagið fjölda af
hluthöfum i Kaupmannahöfn. Yerzlunarstjettinni þðtti sjer hætta húin,
undi við hið versta og mun hafa hugsað hægri mönnum þegjandi þörfina,
enda spöruðu ekki blöð vinstri manna um þær mundir að benda á, hve
hlynntir hægri menn væru verzlunarstjettinni i raun og veru, og að nú
væri kominn tími til fyrir hana að átta sig.
Blaðamenn Kaupmannahafnar gerðu blaðamönnum þeim heimhoð, er
sðttu leiðarsundsvígsluna þýzku, og 70 gestir þáðu boðið. Var glatt á
hjalla i Höfn þá daga, sem þeir stóðu þar við. Dönum hefur manna mest
staðið beigur af þessu fyrirtæki Þjððverja, og fríhöfnina gerðu þeir ein-
mitt i því skyni, að hæta úr þeim verzlunarhnekki, sem þeir hjuggust við
að stafa mundi fyrir sig af leiðarsundinu. Boðsmennirnir endurguldu svo
gestrisnina með því að bera lof mikið á fríhöfnina og Dani yfirleitt fyrir
allan þjóðþrifnað þoirra.
Nefnd kvenna nokkurra í Kaupmannahöfn efndi til sýningar sumarið
1895 í iðnaðarhöllinni við Tivoli, og sýndi þar hannyrðir, iðnað, listaverk
og bækur, sem eptir konur liggja. Til sýningarinnar var vandað hið
bezta og hlaut hún mikið lof bæði í blöðum Dana og annarra þjðða.
Spánn. Merkustu frjettirnar þaðan er ófriðurinn á Cuba. Eyjar-
skeggjar hðfu uppreisn gegn Sp&nverjum í marzmánuði, og var allmikið
herlið sent vestur, til þess að bæla hana niður, undir forustu nafnkennds
hershöfðingja, Martinez Campos. Sögurnar um vopnaviðskipti voru ð-
greinilegar og óáreiðanlegar, með því að Spánverjar ljetu stöðugt svo, sem
Cuba-menn væru allt að því yfirunnir. En þær sögusagnir þeirra reynd-
ust stöðugt ðsannindi; eyjarskeggjar urðu Spánverjum binir skæðustu, og
þegar þetta er ritað, eru leikslokin með öllu óvís,