Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1895, Side 55

Skírnir - 01.01.1895, Side 55
Búlgaría. 65 Bálgaría. Þaðan er þá sögu að segja, að Stefán Stambúloff, lang- fremsta mikilmenni Búlgara, var myrtur í höfuðborginni Sofíu í miðjum júlí. Þrír eða fjðrir grimuklaeddir morðingjar rjeðu á hann í vagni að kveldi dags, og veittu honum svo mikla áverka með skammbissum og hnífum, að hann ljezt þrem dögum siðar. Hann varð að eins rúmlega fertugur. Enginn maður gekk jafn-knálega fram i því að halda uppi sjálf- stæði Búlgaríu gegn vjelum og yfirgangi Rússa. En naumast mun því verða neitað, að hann hafl stundum beitt allmikilli hörku í þeirri vörn, og drottnunargirni hans þðtti æ fara vaxandi. Hann átti því ðvini marga, og mátti síðustu árin aldrei um frjálst höfuð strjúka. Allmiklum getum var um það leitt, að Ferdinand fursti mundi ekki hafa verið fráhverfur illverki þeBsu. Var þess meðal annars getið, og allómjúkt um það talað í sumum blöðum, að Stambúloff hofði verið kunnugt um, hverjir um líf hans hefðu setið og beðið Ferdinand skriflega, að þeir yrðu settir i varð- hald, en ekki fengið neitt svar; sömuleiðis, að stjðrnin hefði neitað Stam- búloff um fararleyfi til Þýzkalands til þess að leita sjer heilsubótar. Ekkja hans neitaði og að veita viðtöku samhryggðarkveðjum frá furstanum, enda þðtt hún tæki mörgum semBkonar kveðjum frá öðrum tignum mönnuin. Fjandmönnum Stambúloffs var látið haldast nppi að halda æsingafund í nánd við gröf hans daginn, sem hann var jarðaður, og skríll áreitti lík- fylgdina með höggum og sorpkasti. Yflrleitt þðttu stjórnmál Búlgaríu færast í það horf, að henni muni áður langt líður þoka undir verndarvæng Rússa og þeir þar með fá tang- arhald á landinu. Tyrkland. Þar hefir allt gengið á trjefðtum. Á Armeníumálið, sem mest heflr að kveðið af öllum máium Tyrkjaveldis, er að nokkru minnzt í inngangsgreininni. En fleiri vandræði báru þar að höndum. Meðal annars þau, að trúarofsamenn í Jeddah, hafnarbæ Mekka, rjeðu um mitt sumarið á konsúla Englendinga, Frakka og Rússa með skotum og sverðáhöggum. Konsúll Englendinga fjekk þegar bana og hinir hættulega áverlra. Um haustið urðu og róstur miklar í Miklagarði, ráðizt á kristna menn þar af Armeníuættum, og hlutu þar 200 manna bana. Fjölda fðlks varð það eitt til bjargar, að það lokaði sig inni í kirkjunum, og fðr þaðan ekki fyr en það fjekk fulla trygging fyrir lífl sínu. — Sumstaðar bærði og á uppreistum í Iöndum soldáns í Austurálfu, og varð hann að búa út her- sveitir til að bæla niður ðeirðirnar. Má víst fullyrða, að aldrei hafi horf-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.