Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 57

Skírnir - 01.01.1895, Qupperneq 57
Tíðarfarið. 67 dauði mikiil. Meðal annars fruBU í Lnndúnum 54 menn til bana á 6 dög- um, svo menn vissu, og margvíslegt tjón annað hlauzt af tíðarfarinu. 400 manna er talið hafa farizt í skiprekum við strendur Englands um og eptir nýárið. í marzmánuði tók isa að leysa og vorið varð allgott í flestum löndum, en þó með kaldara móti. Jafnvel í Eómaborg voru jelhríðir um miðjan maímánuð og spillti gróðri stórum. Sumarið varð beldur óstöðugt og rigningasamt, einkum um norðurhluta Norðurálfunnar, og olli það víða tjóni. Aðfaranótt hins 23. ágústs reið eldingahríð yfir norðurhluta Jót- lands, meiri en nokkurn rak minni til að komið hefði áður, og olii stór- tjóni á húsum og búpeningi. Manntjón varð og nokkurt. Hríð þessi kom að vestan og olii afarmiklum skemmdum á Englandi. Aðrir helztu mannskaðaviðburðir. Aðfaranótt 30. janúar rákust gufuskip tvö hvort á annað í Norðursjónum. Annað þeirra hjet „Elbe“, vesturfaraskip þýzkt, og voru á því 300—400 manns. Það sökk svo að kalla á svipstundu. Að eins 22 menn komust lífs af. Annað skip, spánverskt herskip, „Reina Regente11, hvarf í marzmán- uði, og engar sögur af því fengizt. A því voru 420 manna. Haldið, að það hafi lent á rifi nokkuð í norðnr frá Trafalgarhöfða. Driðji skipskaðinn varð við filippinsku eyjarnar í maí. Dar hvolfdi skipi í hvirfilbyl með 170 manna, og varð 3 bjargað; hinir týndu lífinu. Mannflutningaskip, er „Colina" hjet, strandaði og við strendurnar á Mexico í maímánnði, og drukknuðu þar 173 menn, en 19 komust af. Enn varð þriðji mikli skipskaðinn í maimánuði. Það skip hjet „Don Pedro“ og var á leiðinni með vesturfara til Buenos Ayres og Montevideo, rakst á grunn, svo gufukatlarnir sprungu og um 100 manna fórust. Stór fiskiklakstjörn sprakk fram 27. apríl nálægt bænum Epinal á Austur-Frakklandi, og fossaði ofan í dalverpi nokkurt, þar sem mikið var af smáþorpum. Þar fórust á annað hundrað manna. í Butte í Montana kviknaði í febrúarmánuði í geymsluskála járnbraut- arfjelags eins. Þar var inni mikið af púðri og sprengitundri. Um 100 manns týndu lífi, en um 160 lemstruðust. Landskjálftar urðu allmiklir þetta ár. Á páskunum ljek borgin Lai- bach í Krain í Austurríki á reiðiskjálfi; fjöldi húsa hrundi með öllu, og flest húsin i borginni skdmmdust. Manntjón var mikið og tjónið á hús- um var metið á 10 milljónir króna. Líkt varð tjónið tiltölulega í grennd- inni, og landskjálftans varð vart langar leiðir burtu, allt suður á ítaliu.

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.