Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1895, Side 58

Skírnir - 01.01.1895, Side 58
58 Aðrir helztu mannskaðaviðburðir. í Epirus á Grikklandi komu landskjálftar miklir í maímánuði. Sjö jiorp eyddust þar með öllu, 50 manna biðu bana og 150 lemstruðust. Þessir landskjálftar náðu og vestur á Ítalíu og varð tjðn mikið á mönn- um og eignum í Toskana. Svo varð í septembermánuði mikið um jarðskjálfta, samfara eldgosi, í Hondúras í Mið-Ameríku. Þar hrundi bærinn Yetapan að mestu, og sagt, að 300 manna bafi þar farizt. Kólera geisaði í suðurfylkjum Rússlands um mitt sumarið. f Vol- hyniu ljetust af henni 2124 menn á 13 dögum, en hátt á 5. þúsund sýkt- ust. í Austurálfunni gerði hún og eitthvað töluvert vart við sig, einkum á eynni Formósu. Kokkur mannalát 1895. Randolph Churchill lávarður ljezt 24. jan. 46 ára gamall. Hann var um tíma einn af Ieiðtogum íhaldsflokksins á Englandi og ráðberra, en komst svo að miklu leyti út úr flokknum og var honum jafnvel nokkuð örðugur stundum. Francois Certain Canrobert marskálkur, franskur, einn af helztu köpp- um Napóleons 3., og frægur af framgöngu sinni í mörgum orustum, þar á meðal í fransk-þýzka stríðinu 1870, 85 ára gamall. Nicholas Carlowitz de Giers, utanríkisráðherra Alexanders 2., Alex- anders 3. og Nikuláss 2., hygginn maður og mikils metinn, 75 ára. Hann var af þýzkum ættum, en fæddur á Finnlandi. Camilla Collett, ágæt norsk skáldkona, systir Wergelands skálds. K. Knudsen, yfirkennari í Frederikshald í Noregi, málfræðingur, nafn- kenndur fyrir orðabðk sína, ‘Unorsk og norsk’. Ismail Pasha, sonarsonur Mehemets Ali, fyrsta kedív Egiptalands, ljezt 2. marz. Novðurálfustðrveldin settu hann af árið 1879, en svo látið heita, sem hann afsalaði sjer völdunum í hendur Tevfik syni sínum. Hon- um var vikið frá, af því öll stjðrn hans sýndist þjóðinni til niðurdreps. Annars var hann gáfaður maður og hafði um tima talsverða þýðingu meðal stjórnmálamanna. Gustav Freytag, þýzkt skáld og rithöfundur, nær því 89 ára að aldri. Thomas Renry Huxley, einn af ágætustu náttúrufræðingum og íhug- unarmönnum Englands, sjálfsagt einn af þeim möðnum, sem mest hafa mðtað hugsunarhátt þessara tíma í öllum menntuðum löndum. Hann var einn af ðtrauðustu flutningsmönnum breytiþróunarkenningarinnar, og í trúmál-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.