Skírnir - 01.01.1899, Blaðsíða 4
4
Þingmál, löggjöf og stjörnarfar.
„Lögfræðing", 200 kr. hvort árið. Bjarni Sæmundsson fekk 800 kr. stirk
til fiskiransókna. Kyder kafteinn í sjóliðinu fekk 1000 kr. firra árið til
tilrauna við skógarrækt hér á landi. Stefán kennari Stefánsson fekk 1000
kr. hvort árið til að ransaka fóðurjurtir og beitijurtir. Einar Jónsson frá
Galtafelli fekk 1000 kr. firra árið til að læra mindasmíði. Þórarinn B.
Þorláksson fekk 1000 kr. til að fullkomna sig í málaraíþrótt. Leikfélag
Reikjavíkur fekk alt að 300 kr. með því skilirði að bæarsjóður Rcikja-
víkur veiti leikfélaginu helming á móts við landssjóðsstirkinn. Haraldur
Níelsson fekk 600 kr. firra árið til að fara utan og stunda hebreska tungu og
skíringar gamla testamentisins. Iðnaðarmannafélagið í Reikjavík fekk
600 kr. hvort árið til að stirkja efnilega iðnaðarmenn til utanfarar til
að fullkomna sig í iðn sinni. Haldór Lárusson fekk 400 kr. hvort árið
til að fullkomna sig í hraðritun og til að kenna hana. Hússtjórnarskól-
inn í Reikjavík fekk 800 kr. stirk firra árið.
7. Tíl skindilána fivir embættismenn og lögboðinna firirframgreiðslna
eru veittar 90000 kr. Til óvissra útgjalda 3000 kr. Tekjuhallinn
(99024,75 kr.) verður greiddur úr viðlagasjóði. Auk þess er heimilað að
lána úr þassum sjóði alt að 30000 kr. til þilskipakaupa hvort árið. Þessi
lán eru veitt með 3% vöxtum. Þarf eigi að greiða afborgun af þeim
þrjú firstu árin, en þá skal þeim lokið að fnllu á fimm árum þar frá.
Skal setja fult veð firir skuldinni. Ekki má lána ineira en 4000 kr. til
hvers skips. — Þá er og keimilað að lána alt að 30000 kr. til sveitarfé-
laga, þó ekki ifir 2000 kr. til hvers. Af þessum lánum skal gjalda 3%
i vegsti, en enga afborgun þarf að borga firstu fimm árin, en síðan skulu
þau goldin að fullu á 15 árum. Lán þessi skal hafa til jarðabóta sams-
konar og þær, sem eru stirktar af landssjðði. Lánþegi skal verja frá
sjálfum sér þriðja hluta á móti láninu firstu árin, sem það stendur. Enn
má verja 20000 kr. til að stofna mjólkurbú á íslandi. Lán þessi skal veita
eftir tillögum búnaðarfélags íslands og móti ábirgð amtsfélaga eða síslu-
félaga. Vegsti skal greiða 3% á ári, en afborgun þarf eigi að borga firsta
árið. Síðan skal lánið alt endurgoldið á 20 árum. Enn verður að geta
þess að þingið heimilar að verja alt að 75000 kr. til þess að undirbúa
landsíma frá austurlandi norðanlands til Reikjavíkur, ef sæsími verður
hér landfastur á fjárhagstímabilinu.
Þess hefur fir verið getið í Skírni, að frumvarpi til nírrar skipunar
á læknishéruðum var sinjað staðfestingar 1897. Mál þetta var enn til
meðferðar á alþingi 1899. Hækkaði þingið nú nokkuð launin í 4. og 5.