Skírnir - 01.01.1899, Blaðsíða 63
ttúsland. í'innland.
63
skuldbundin til að leggja mál sín í gerð framar en þau vilja sjálf. En
það er þð ekbi lítils vert, að helztu ríki heimsins hafa þð viðurkent
æskileik gerðar, og þar sem gerðir hafa til þessa verið að verða æ tíðari,
má ætla að þær verði það munum meir hér eftir.
Búsland. Keisarinn skipaði á afmælisdag sinn, sama dag sem
friðarþingið kom saman i Haag, nefnd manna undir forBæti dómsmála-
ráðherrans, og bauð henni að koma fram með tillögur til laga um afnám
útlegðar-dóma til Síberíu, en finna aðrar refsingar, sem komið gætu í
þess stað. Taldi það skaðlegt fyrir Síberíu að vera lengur gerð að hæli
óbótamanna, því að þar æt.ti upp að vagsa blómleg bygð frjálsra manna.
Jafnframt bauð hann nefndinni að gera tillögur um betri meðferð á útlög-
um, sem nú væru i Síberíu. Þegar þetta er borið saman við það sem ég
hefi i fyrri árgöngum „Skírnis11 sagt um Siberíu og járnbrautina miklu
austur um Asíu, þá munu menn ráða í, að þetta sé þýðingarmikil tíðindi,
er sýni alvöru Rúsa í að skapa þar nýjan og mikinn heim ; og má vera
að þar felist fyrBti vísir til frelsis-rýmkunar í Rúslandi. Ekki hefi ég
orðið þess var, að neitt íslenzkt blað hafi getið þessara tíðinda.
Ríkiserfinginn Georg stórhertogi, bróðir keisara, andaðist 10. Júlí, og
er því Mikjáll stórhertogi nú ríkiserfingi. Keisarahjónin eiga þrjár dætur,
en engan son.
Finnland er stórhertogadæmi að lögum með lögbundinni þingstjórn
og er Rúsakeisari stórhertogi í Finnlandi. Hver Rúsakeisari verður að
vinna eið að stjórnarskrá Finnlands, er hann kemur til valda sem stór-
hertogi landsins. Hafa keisarar haldið hana til þessa. En 1898 tók að
bregða út af þessu, og var þess getið í f. á. Skírni. — í ársbyrjun 1899
var þjóðþing Finna kvatt til auka-setu í HelsingjaforBÍ og vóru fyrir það
lögð nýmæli keisarans um útboð. Meðan þingið var saman, kom út ný
auglýsing frá keisara (29. Jan.), og er þar boðið, að allir ráðherrar og
æðri embættismenn skuli kunna rúsnesku. Og skömmu síðar kom önnur
auglýsing (15. Febr.) þess efnis, að eftirleiðis skyldu laganýmæli, er Finn-
land snertu og jafnframt Rúsland, lögð fyrir finBka þingið „til álita“, en
síðan send til ríkisráðs keisarans og það skyldi ráða þeim til lykta og
láta birta þau. Þetta var að af nema sjálfsforræði Finnlands og innlima
það Rúslandi. Bæði þing og ráð Finna mótmæltu þessu sem skorinorðast;
sendu nefnd manna til Pétursborgar á íund keisara, til að biðja hann að