Skírnir - 01.01.1899, Blaðsíða 24
M Prá Vesturíslendingum.
var komin til Hafnar. Var Nielson því tekinn fastur og dæmdur í Dan-
mörku.
Frá Vesturíslendingum. Hagur íslendinga vestan hafs hefur verið
nokkurn veginn gðður. Það gerði langt og hart kuldakast þar um vet-
urinn, en ekki varð neitttjðn aðþví. Atvinna hefur verið bærileg, fiski gott.
Búnaðarbætur hafa verið gerðar þar nokkrar, og má telja þar til skil-
vindur og aukna smérgerð.
Þjððhátíð héldu Vesturíslendingar víða, en ekki völdu allir sama
dagiun. Samkomur eru tíðar meðal landa þar vestra og viða skemt með
sjðnleikum. Þcir hafa nú komið upp hornaflokki i Winnipeg og víða oru
komin á fót fimleikafélög. Há geta þess, er um íþróttir þeirra er að
ræða, að íslendingur einn, Magnús að nafni, vann alla taflmenn í Canada.
Þar birtist aragrúi af kvæðum í blöðunum eftir ýmsa höfunda, og auk
þess nokkrar ljóðabækur : Á ferð og flugi eftir Stefán G. Stefánsson og
Vestan hafs, ímisleg Ijóðmæli eftir Kristinn Stefánsson. Þessar bækur
eru báðar prentaðar i Reikjavík. Enn hefur komið út saga eftir Snæ
Snæland, er kallast Valið, og í safni Odds Björnssonar kom út skáldsagan
Eiríkur Hansson eftir J. Magnús Bjarnason. Enn hefur útkomið Tjald-
búðin II með ágripi af kirkjusögu Vesturíslendinga eftir Hafstein Péturs-
son og III með tækifærisræðum eftir sama höfund; og safn til landnáms-
sögu íslendinga í Vesturheimi; kemur safn þetta út í almanaki Ólafs
Þorgeirssonar.