Skírnir - 01.01.1899, Blaðsíða 38
38
Búa-þáttur.
flokkur landa yorra í Höfða-lýðlendu, sem jafnan hafði horn í síðu Búa, og
þeir menn sán, að þegar Bamningur hefir eitt Binn verið rofinn, mundu menn
gera aér minni samvizku af að rjúfa hann í annað sinn. Blekið á samn-
ingnum í Alivval North var var varla þornað á pappírnum, þegarkynatur
V
af demöntum fundust i landsvæði einu, Bem vér sjálfir höfðum skoðað og
afhent Óraníumönnum sem einn hluta af þjóðveldi þeirra, þá er vér
sömdum frið við þá og rýmdum Iand þeirra í fyrsta sinn. Landsvæði
þessu hafði jafnan Biðan verið stjórnað af embættismönnum Óraníu-þjóð-
veldisins. Nú streymdi þangað múgur og margmenni úr öllum áttum
álfunnar til demantsnámanna. Margir Bretar óttuðust án efa, að Búar
mundu ekki geta kemil haft á öllum þeim aragrúa óþjóðalýðs, sem streymdi
saman að þessum auðugu demantsnámum. Bn hitt var eigi siður, að
mörgum þótti óþolandi, að auðugustu demantsnámar heimsins skyldu vera
annara eign en Breta. Nú þóttust menn uppgötva, að landsvæðið, þar
sem demantsnámarnir lágu, væri ekki í raun réttri eign Óraníu-þjóðveldis,
heldur ætti það innlendur höfðingi einn, hlámaður af Griqua-kyni, er
Waterboer nefndist, og hann hefði einhvern tíma fyrir Iöngu síðan verið
bandamaður Breta. Var því nú fram haldið, að Búar hefðu rænt hann
landinu, og hann var fenginn til að beiðast liðsemdar Breta, og á óheilla-
stundu réðst stjórn vor í að Býna Búum nýan ágang án nokkurrar
minstu átyllu. Kimberley lávarður lét nefna þrætustykkið i höfuðið á
sér, og Búar vóru reknir þaðan með ofbeldi. Peir veittu eigi mótstöðu
með vopnum, en mótmæltu hátíðlega þessu ranglæti, og kváðust að eins
láta undan ofríki ofureflÍBÍns, og upp frá þeim degi hefir enginn Búi í
Suðurálfu lagt nokkurn trúnað á orð eða eiða Bretastjórnar í neinu máli.
Aðferð sú er vér beittum eða leyfðum fulltrúum vorum að beita, var ó-
svífin og blygðunarlaus. Vér slettum oss fram í þetta mál sem varnar-
menn Waterboers til að varna því, að hann yrði landi ræntur. Síðan
fengum vér honum í hendur einkisverðan tíunda kluta þrætulandsins, en
stálum þegjandi öllum námunum sjálfum oss til handa. Hvað hefðu Bú-
ar getað verra gert, þótt vér hefðum látið alt hlutlaust? Vér höfum stund-
um síðar borið Búum á brýn, að þeir héldu eigi vel samninga við oss.
En enginn þurfti áður að bregða þeim um slíkt; það vórum vér, sem
kendum þeim þann lærdóm. Þegar vér ræntum þá demantsnámunum,
starði framan í oss fárra mánaða gamall ítrekaður saraningur, sem vér
rufum. Þð að tilkall Waterboers til landsins hefði verið eins gott og
gilt eins og látið var í veðri vaka, þá höfðnm vér skuldbundið oss til í