Skírnir - 01.01.1899, Blaðsíða 31
Búa-þáttur
31
hverju móti vér höfðum náð landinu undir oss; vér hefðum átt að reyna
að sætta Búana við vor útlendu yfirráð með því að sýna þeirn óvenjulega
nærgætni og frjálslyndi. Yér sýndum þeim lika óvanaleg atlot, en alveg
í gagnstæða átt. Hvernig vér höíðum sölsað undir oss landið, það rétt-
lættum vér fyrir sjáltum obs með því að láta eins og vér væium ekki þeir
sem rændum Búana ftelsi, heldur þóttumst vér vera varnarmenn og vernd-
arar villiþjóðanna gagnvart Búum, rétt eins og þeir væru harðstjórar og
ræningjar11.
Svona komst dú friður á um stuud. Um þessar mundir var þræla-
frelsishreyfingin mjög rík á Englandi. Búar héldu þræla; en það gerðu
Bretar líka; báðir höfðu syndgað jafnt. En nú rann tízkustraumurinn í
iðrunaráttina. Bretar iðruðust sinna þræla-synda, og tii að friða samvizk-
urnar, lýsti parlímentið alla þræla frjálsa, og veitti 20 milíónir Bterlings-
punda til að bæta skaðann öllum brezkum þrælaeigöndum um allan
heim.
„Yér bjuggumst við, að Búarnir hollenzku yrðu eins fijótir á sér
eins og vér að viðurkenna syndsamleik þrælahaldsins; en þeir eru að
náttúrufari fastheldnir menn við gamlar venjur og scintækir á nýar skoð-
anir, þjóta ekki upp með fagnaðarlátum við hvern nýjan kenningarþyt;
alt nýtt þarf miklu lengri tima til að ryðja sér til rúms hjá þeim en oss.
Eyrir þetta fengum vér óálit á þeirn og höfum haft það jafnan síðan.
Víðast annarstaðar hafði þrælahaldið verið svo lagað, að þrælarnir fylgdu
jarðnæðinu og fylgdu því við eigenda eða ábúenda skifti; en hjá Búum
fylgdu þrælarnir ætt eigandans. Þeir fóru vel með þræla sína og ólu
önn fyrir þeim í elli þeirra eins og skuldaliði sjálfra sín. Önnur eins
hneykslismeðferð á þrælum eins og átt hafði sér stað hjá oss, t. d. á Vest-
ureyjum, var óþekt meðal Búa“ (Froude).
Búum var illa við afnám þrælahaldsins, en létu þó undan og hlýddu,
af því að þeir treystust eigi til að óhlýðnast. En svo kom að því að
endurgjalda eigendum tjónið, og þá vóru Búar svo skammarlega afskiftir
í samanburði við enska þegna í öllum öðrum nýlendum, að enginn sam-
jöfnuður var á. Allar skaðabæturnar, sem þeir áttu að fá, námu að eins
1,200,000 sterlingspunda. Þetta var í sjálfu sér stórranglátt. En þó var
það smáræði eitt móti þeirri svívirðilegu skriffinsku, sem greiðsla skaða-
bótanna var háð. Þær áttu að greiðast í Lundúnum, og allir refar vðru
til þess skornir, að þrælaeigendum skyldi ekki auðið vera að ná sjálfum
i skaðabæturnar; urðu þeir því, ef þeir vildu nokkuð hafa, að selja rétt