Skírnir - 01.01.1899, Blaðsíða 16
16
Hagur landsmanna.
Set ég hér nokkrar tölur úr reikningi bankans, svo að menn géti gert
sér hugmind um starfsemi hans. Veitt lán voru 208917 kr., borguð lán
330074 kr. Keiftir vígslar voru 613510,43 kr., innleistir 633405,43 kr.
Keiftar ávísanir voru 70052,84 kr., en innleistar 70434,69 kr. Útborgað-
ar voru á hlaupareikning 824295,18 kr., en innl. 865137,21 kr. Útb.
úr sparisjóði 716682,23 kr.. en innl. 741092,21 kr. Við árslok í íirra
var bankinn í 100000 kr. skuld við Landmandsbanken, en við árslok nú
átti hann þar inni ifir 35000 kr. Varasjóður bankans var rúmar 200000
kr. og eru þó ekki taldir þar með óborgaðir áfallnir vegstir eða varasjóð-
ur firverandi sparisjóðs Reikjavíkur, sem er 12622 kr. Við árslok hafði
bankinn rúm 140000 kr. í sjóði.
Árið 1898 námu aðfluttar vörur að Bamtöldu 7354336 kr., og er
það 836780 kr. minna en árið 1897. A.f þessu fluttist til Reikjavíkur vör-
ur firir 1822360 kr. Kaffi nam hérumbil 422000 kr., sikur (og síróp)
581000 kr., tóbak og vindlar um 34700o br., vinföng 390000 kr., þar af
brennivín og vínandi firír um 228000 kr. og öl firir um 63000 kr. Að-
fluttur viður nam um 351000 kr.
Útfluttar vörur námu samtals 6611955 kr.. sem er 251835 kr. meira
en árið 1897. Þaraf nam alskonar harðfiskur og saltfiskur 2506000 kr.
hérumbil, síld um 126000 kr., hvalskíði um 72000 kr. og lísi 1319000 kr.
þaraf hvallísi firir um 1017000 kr. Útflutt ull nam um 741000 kr.,
saltket um 305000 kr. Prjónles og vaðmál útflutt nam um 30000 kr.
Piskiafli hefur verið lítill á opna báta eins og árið áður. Þó aflaðist
vel á báta í einstöku veiðistöð tíma og tíma. Síldarafli var sáralítill á
Austfjörðum og á Fagsaflóa veiddist svo sem ekkert á opin skip. Bn þar kom
eins og árið áður ganga af smáufsa og var það góð björg firir margan
fátækling. — Mestur aflinn fékst á þilskip. Qeir kaupmaður Zoega afl-
aði 2001 skp. af fiski á 8 skip með 133 mönnum. Th. Thorsteinson afl-
aði á 5 þilskip 330100 fiska. En allur afli á þilskip frá Rvík og Engei
ifir allan aflatímann er talinn 1571900 fiskar á 35 skip. Annarsstaðar að
hefi ég engar skírslur séð, en líkast má gera ráð firir að aflinn hafi ver-
ið svipaður annarsstaðar á landinu.
Botnvörpuskip voru mörg hér við land eins og fir, en til landvarnar
var sama skip og áður, Heimdallur, og tók það enn nokkur skip firir ó-
löglega veiði.
Það nimæli varð í fiskiveiðum þetta ár, að tvö íslensk botnvörpufélög
voru sett á fót. Var Jón Vídalin firir öðru þeirra og átti hann einhvern