Skírnir - 01.01.1899, Blaðsíða 45
Ma-iiáttur
Þegar þeir væru orðnir enskir þegnar, taldi hann sjálfsagt, að Oraníu-
þjððveldið mundi taka fegins hendi tilboði um að ganga sem Bambands-
ríki inn í in fyrirhuguðu Bandaríki Suðnr-Afríku. Enska stjórnin fylgdi
þessari fyrirætlun fram, lagði Transvaal undir sig, og 12.ApríI 1877 lýsti
hún yfir þvi, að Transvaal væri brezkt Iand. Svo var Sir Bartle Frere
sendur sem landstjðri suður til Höfða-lýðlendn, og átti hann að koma á
bandalaginu milli inna hvítu þjðða og mynda Bandaríkin í Suður-Afríku.
En meðferðin á TranBvaal hafði borið þann árangur, að nú vildi enginn
heyra um slíka tillögu talað. Hann reyndi að vingast við Búa með því
að brjðta á bak aftur öflugustu ðvini þeirra meðal villiþjððanna, og Bret-
land hðf næstu árin ýmist fyrir litlar sakir eða engar hverja styrjöldina
á fætur annari gegn villiþjóðunum þar syðra, braut algerlega á bak aftur
Zulua, verstu óvini Búa, yfirbugaði Secocoena, sem Búar höfðu áður beð-
ið ósigra fyrir. En alt kom fyrir ekki. Transvaalbúar heimtuðu i sífellu
ár frá ári sjálfstjðrn og frelsi aftur og vildu engri annari málaleitun
sinna; og svo kom að lokum, að frjálslyndi flokkurinn á Bretlandi fór að
taka málstað þeirra og heimta, að þeim væri aftur skilað fullu' sjálfsfor-
ræði og þjððveldi þeirra viðurkent. 1880 komst svo þessi flokkur tilvalda
á Bretlandi og nú töldu Transvaalbúar sjálfsagt, að kröfum sínum mundi
verða sint. Það leikur heldut ekki efi á því, að Gladstone og stjðrn hans
var þeirrar skoðunar, að Búum hefði verið skammarlega misboðið og það
væri í rauninni sjálfsögð réttlætisskylda, að Bretland slepti öllum yfirráð-
um yfir þeim og viðurkendi sjálfstæði þeirra. En það er stundum eitt að
sjá, hvað rétt er, en annað að hafa drengskap og kjark til að breyta
eftir sannfæring sinni. Og þetta skorti Gladstone-stjórnina; hún var
hrædd við, að hún mundi missa atkvæða-fylgi í þingiuu, af því að þetta
særði hégðmagirni þjóðarinnar, og fór hún því undan kröfum Búa með
vífilengjum; stðð meðal annars fastlega á því, að Búar yrðu fyrst að viður-
kenna yfirráð drotningarinnar (en það hafði þjððin aldrei viljað gera), áð-
ur en talsmál gæti orðið um að fara að sinna kröfum þeirra. Þegar
Transvaalbúar sáu, hverju fram vatt, risu þeir upp til vopna gegn Bret-
um. Kriiger, sem síðar varð forseti Suður-Afríku-þjóðveldisinB, hafði þeg-
ið embætti af Bretum, meðan vald þeirra stðð í Transvaal; en hann og
Joubert, som síðar hefir verið yfirhershöfðingi Búa, beittust nú fyrir upp-
reisn landa sinna gegn Bretum. Bretar biðu þrjá megin-ósigra, inn
mesta og síðasta við Majuba Hill, þar sem mest lið þeirra féll eða var
til fanga tekið og foringi liðs þeirra, Sir George Colley, féll meðal ann-