Skírnir - 01.04.1907, Side 3
Tómas Sæmundsson.
99
svipinn, og skilað næstu kynslóð lifandi mörgu því fræinu
sem kulnað hefði út og dáið, ef ósérhlífin hönd þeirra
iiefði ekki hagrætt því og skýlt Þeir hafa haldið vak-
andi þeim eldinum sem aðrir kveiktu í kyndlunum þegar
mest á reið.
Tómas Sæmundsson var einn slíkra manna, einn
þeirra sem bera öll áhugamál ættjarðar sinnar fyrir
brjósti, og eru á hverri stundu boðnir og búnir
til að ljá þeim hjálparhönd. Æfi hans var stutt,
hann var tæplega 34 ára þegar hann dó, og hann var
síðustu ár sín þjáður af sjúkdómi þeim er dró hann til
bana, og þó hefir hann hreyft við fiestum áhugamálum
þjóðar sinnar, og í ritum hans hillir undir fjöldmargar
þær hugsjónir er síðan hafa verið á dagskrá þjóðarinnar.
Hvert sem hann lítur sér hann verk að vinna, áhugamál
hans eru óþrjótandi, en ekki verður það til að tefja fyrir
framkvæmdum hans, því hann var jafnframt gæddur
þeirri gáfunni sem farsælust er allra, að grípa fyrsta
tækifærið til að ljúka því af sem hendinni er næst í hvert
sinn, og tefja sig aldrei á hugleiðingum um það hvað
fyrst bæri að gjöra. Þess vegna fekk hann, þrátt fyrir
vanheilsu, int svo mikilsvert starf af hendi hinn stutta
tíma sem honum entist aldur.
En einmitt fyrir það hve margvísleg áhugamál hans
voru og live víða hann kom við, mun alþýðu manna nú
á tímum vera ókunnara en skyldi hve mikill maður liann
i raun og veru var og hve mikla þökk og ást þjóð vor
skuldar honum. Málefni þau sem hann barðist fyrir horfa
nú alt öðruvísi við en meðan hann var uppi, svo er fyrir
að þakka starfsemi hans og þeirra sem arfinn tóku eftir
hann. Þess vegna munu og fáir lesa ritgjörðir hans, sem
allar snúast að ástandinu eins og það var á hans dögum,
og eiga sér þvi ekki eins fúsrar áheyrnar von og það
sem nú er efst á baugi. Hins vegar eru rit hans nú í
fárra höndum, og alt miðar þetta að því að menn gleymi
smám saman hver hann var og hvað hann hefir fyrir oss
gjört. En sjálfra vor vegna megum vér ekki gleyma