Skírnir - 01.04.1907, Page 4
100
Tómas Sæmundsson.
honum, því á bak við orð hans og verk hillir undir mikil-
menni, sem í mörgu getur verið fyrirmynd fyrir alda og
óborna. —
Æflágrip hans hefir tvívegis verið ritað: í Fjölni (6.
ári, bls. 1—6) af Jónasi Hallgrímssyni, og Andvara (14.
ári, bls. III—XVI) af Stgr. Thorsteinssyni. Skal eg því að
eins geta þess, að Tómas Sæmundsson var bóndason úr
Rangárvallasýslu, fæddur 7. júní 1807. Hann útskrifaðist
tvítugur úr Bessastaðaskóla, og siglir samsumars til
Khafnarháskóla. Þar lýkur hann embættisprófi í guð-
fræði, í janúar 1832. Hann leysir öll próf sín af hendi
með lofi. Að því búnu útvegar hann sér með miklum
dugnaði fé til að ferðast um hin helztu menningarlönd
Evrópu. Hann leggur af stað frá Höfn afmælisdaginn sinn
25 ára gamall, 7. júní 1832, fer yfir Swinemunde og
Stettin til Berlinar, þaðan til Potsdam, Wittenberg, Leipzig,
Dresden, Prag, Waldmiinchen, Regensburg, Munchen,
Salzburg, Linz, Wien, Triest, Venedig, Padua, Ferrara,
Bologna, Florenz, Rom og Neapel. Þaðan fer hann með
skipi til Sikileyjar og austur um Miðjarðarhaf til Grikk-
lands og kom til Aþenuborgar, þaðan til Smyrnu í Litlu-
Asíu, þá til Miklagarðs og svo aftur sömu leið til Neapel,
en þaðan yfir Sviss til Parísar, og loks yfir London til
Khafnar í miðjum mai 1834. Fékk hann þá samstundis
veitingu fyrir Breiðabólsstað í Fljótshlíð, hélt heimleiðis
um sumarið og kvongaðist um haustið heitmey sinni,
Sigríði dóttur Þórðar sýslumanns Björnssonar í Garði í
Aðalreykjadal. Vorið eftir, 1835, tók hann prestsvígslu
og settist að á Breiðabólstað. Þar var hann prestur og
prófastur til æfiloka, 17. maí 1841. Hann dó úr brjóst-
veiki, er byrjað hafði veturinn sem hann dvaldi í París
(1833—1834) og kennir hann um illum aðbúnaði, er hann
varð að þola þar fyrir fjárskorts sakir, en jafnframt ef
til vill gömlum óhraustleik og illu loftslagi.
Ekkert sýnir betur en ferðalag Tómasar, að hann
hefir verið af nokkurri annari gerð og meiri fyrir sér en
flestir íslendingar á síðari tímum. Það hefir þurft þor og