Skírnir - 01.04.1907, Qupperneq 8
104
Tómas Sæmundsson.
að vera kominn tími til að bera þann fána, er þeir
brugðu á loft,|hærra en gert hefir verið að undanförnu.
Alþýðumentunina vildi Tómas Sæmundsson fyrst og
fremst bæta með því að láta semja og gefa út fræðandi
og skemtandi tímarit og bækur við alþýðu hæfl, þar á
meðal handbækur í öllum helztu vísindagreinum. Vill
hann að við hverja kirkju sé sett á stofn bókasafn undir
umsjón prests og á kirkjunnar kostnað, eða fá fé til þess
með þvi að hækka ljóstollinn. Nefnd manna á að ráða
því hverjar bækur skuli semja og gefa út í þessum til-
gangi, og sitja í þeirri nefnd lærðustu menn landsins.
Hún skyldi og hafa eftirlit með alþýðufræðslunni yfir höf-
uð. — Lærða skólann vildi hann flytja til Viðeyjar, bæta
liann og auka við hann deild til að undirbúa prestaefni.
Fyrir framhaldsmentun presta vill hann sjá með sýslu-
bókasöfnum, og ef á þyrfti að halda lögbjóða gjald til
þeirra frá hverjum presti. Má geta þess að árið 1837
kom Tómas Sæmundsson á stofn slíku bókasafni fyrir
prófastsdæmi sitt.
Ritlingurinn um skólamálið er ritaður af eldlegum
áhuga, og má þar sjá bóla á ýmsum hinum sömu hug-
sjónum er hann síðar reyndi að framkvæma. Stofnun
Fjölnis er t. d. framkvæmd tillögunnar um fræðandi og
skemtandi tímarit handa alþýðu manna.
Og fyrst og fremst við Fjölni er nafn Tómasar Sæ-
mundssonar bundið. Honum helgaði hann mikinn hluta
krafta sinna og umönnunar þau fáu ár sem hann lifði
eftir að hann kom heim, og fyrir Fjölni eru flestar rit-
gjörðir lians skrifaðar.
Einkennilegt er það, að allar ritgjörðir Tómasar Sæ-
mundssonar eru um alíslenzk málefni. Hin afarvíðtæka
þekking, sem hann heflr aflað sér með því að sökkva sér
niður í hvers konar vísindi og ferðast meðal mestu menn-
ingarþjóða heimsins, er í hans höndum að eins meðal til
að líta því frjálsari og skarpari augum á málefni þjóðar
sinnar. Það hefir verið sagt um mentunina, að hún værl
það sem eftir sæti, þegar maður hefði gfleymt öllu sem.