Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 9

Skírnir - 01.04.1907, Page 9
Tómas Sæmundsson. 105 hann hefði lært, með öðrum orðum, að hún yæri ekki fólgin í því að muna hitt eða þetta, heldur í hinu að kunna að starfa, kunna að aíla sér þeirrar þekkingar sem þarf til að meta hlutina rétt-í hvert skiftið. Þetta kemur fram í ritum Tómasar Sæmundssonar. Mentun hans sýnir sig í því hvernig hann starfar, hvernig hann athugar og hugsar, en hvergi bregður þar fyrir viðleitni til að skarta með lærdómi sínum; þess vegna eru rit- gjörðir hans svo alþýðlegar. Bréfið frá íslandi í 1. árg. Fjölnis sýnir ljóslega hve; víða hann rennir augunum og hve fljótur hann er að átta sig á öllu. Hann hefir á reiðum höndum athuga- semdir sínar um þilskipaveiðar, verzlun, Reykjavíkurbæ og kaupstaðina á Islandi, um skólamál, bókmentir, nyt- semi frjálsrar stjórnarskipunar, um ferðalög á íslandi, framfarir í búnaði, um hirðuleysi landsmanna um móður- málið, og um siðferði þeirra. Og það sem hann byrjar hér, að ræða um þjóðarhagí íslands frá sem flestum hliðum, því heldur hann áfram. alla tíð í Fjölni, í eftirmælum hvers árs. Þau sýna. hvernig hann kynnir sér nákvæmlega og út í æsar alt sem fram fer í landinu og hugsar um hvernig því verði bezt hrundið í lag. Hann talar þar um árferðið og at- vinnuvegina, landbúnað, sjávarútveg, siglingar, verzlun, um sjómannalífið og ill áhrif þess á landbúnaðinn, um helgidagahald og sjóróðra, um sveitarþyngsli, öreigagift- ingar, lausamensku o. s. frv., um landsstjórnina og embætt- ismennina, tillögur um fulltrúaþing á Islandi, stofnun fé- laga og félagsskap, um skólann, um nauðsyn á verndun íslenzkra fornmenja, um meðferð íslenzkunnar og myndun nýrra orða, um nýjar bækur innlendar og er- lendar, um útgáfur fornrita, um gagn af erlendum ferða- mönnum o. fl. o. fl. Alt er þetta ritað frjálsmannlega og rólega, laust við alla óþolinmæði. En jafnframt því sem hann í þessum árlegu eftir- mælum fær tilefni til að láta í ljósi skoðanir sínar um livers konar landsmál, hefir hann stærri ritsmíðar fyrir

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.