Skírnir - 01.04.1907, Side 12
103
Tómas Sæmundsson.
meðferð íslenzkunnar, þau sýna það víða með berum orð-
um, að honum er ant um hana og að liann heflr lagt
kapp á að fullkomna sig í henni. í formálanum fyrir
ferðasögunni getur liann þess og, að hann hafi lesið flest
þau íslenzk rit að fornu og nýju sem bezt séu rituð, til
þess að læra af þeim málið, en af því að hann hafi haft
svo stuttan tíma til þess og átt svo annríkt, hafl ávextirn-
ir ekki orðið meiri en þetta, segist því hafa beðið Dr.
Scheving að lesa handritið og lagfæra, af því að sér þætti
mest um vert að spilla ekki móðurmáli sínu, sem hann
telji »hinn stærsta fjársjóð íslands«.
Eflaust hafa vinir hans, Konráð og Jónas, haft mikil
áhrif á hann í þessa stefnu og verið gæddir miklu næm-
ari tilflnningu fyrir fögru og fáguðu máli. Hann kastar
því áhyggjum sínum að miklu leyti upp á þá, biður þá
að lagfæra málið á ritgjörðunum sem hann sendir Fjölnir
og gefur þeim ótakmarkað vald til að fara með þær eins
og þeim þyki bezt við eiga, og hann kvartar yfir að
málið leggi höft á sig:
»Eg væri búini) að rita tífalt meira síðan eg kom til Islands;
til nytsemi og fróðleiks landi okkar, ef eg hefði ekki látið málið
leggja á mig þvílíka fjötra, og það alt til einskis, því hvorki er
það brúkanlegt að heldur, og ef að svo væri, þá yrði það ekki
lengur hin algenga íslenzka, heldur eiuungis mál hinna útvöldu«,
segir hann í bréfi til Konráðs. En hvernig hann sjálfur
leitá breytingarnar, sem félagar hans gerðu á ritgjörðum
hans, kemur skýrast fram í hinu þungorða bréfl til Jón-
asar, 1. febr. 1839:
»Eg játa, að málið hafið þið alt af bætt hjá mór, en hinar
breytingarnar ykkar hafa verið tvennsslags: Fyrst með tilliti
til meiningarinnar, er þið hugðuð að sjá róttara og breyttuð því,
til að fá hugarburð ykkar eður »Yndlingsthemata«; fyrir þær
kann eg ykkur litlar þakkir, því þið sköðuðuð þá oft hugsanir
mínar, er þið skilduð þær ekki, svo fyrir það vantar sumstaðar ír
sumstaðar er fyrir það orðið meira á huldu, og vil eg þar oftast-
heldur eiga eins og áður var, Annarstaðar hafið þið dregið úr