Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 19

Skírnir - 01.04.1907, Side 19
Tómas Sæmundsson. 115 sem því líður: Eg bið þig og ykkur að muna eftir Islandi og kenna það niðjum ykkar og barnabörnum, þá gætir minna þó hinir eldri tyni tölunni«. En það yrði seint að telja upp alla þá staði í bréfun- um sem eru átakanlegir, af þvi að þau eru mögnuð þeim eldmóði áhugans sem hlýtur að fá á hvern mann, og sé einhver svo fáfróður, að hann viti ekki hvað ættjarðarást er, þá lesi hann þessi bréf. — Góður viðbætir við bréf Tómasar sjálfs er bréfið sem eftirmaður hans á Breiðabólstað, Jón prófastur Halldórsson, ritar Jónasi Hallgrimssyni 15. febr. 1844 um Tómas, og virðist honum þar lýst af mikilli sannleiksást. Bréfið er prentað aftan við bréf Tómasar. Meðan eg hefi verið að lesa rit Tómasar Sæmunds- sonar síðustu dagana, hafa mér aldrei úr hug liðið tvö erindi eftir Jónas Hallgrímsson. Þau hafa komið aftur og aftur, og mér hefir fundist eg smám saman skilja þau betur en áður. Allir kannast við vísuna: Tindrar úr Tungnajökli; Tómasarhagi þar algrænn á eyðisöndum er einn til fróunar. Vísan er ósköp blátt áfram, en mér finst eins og eg sjái hilla undir annað bak við orðin. Skyldi ekki skáld- inu hafa flogið í hug hve sviplíkt hið stutta æfistarf Tómasar var þessum litla bletti, sem kendur var við hann og stóð þarna algrænn við jökulinn, með eyðisandana alt um kring; var ekki líf hans hið fegursta dæmi þess hvernig gróðraraflið býður öflum auðnar og kulda byrgin, og var það ekki fróun að hugsa til þess, að einhvern tíma kynni landið að gróa upp, úr því að þessi reitur gat hald- ist svona — »algrænn á eyðisöndum«. En hitt erindið var þetta: 8*

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.