Skírnir - 01.04.1907, Qupperneq 22
118
Frá Róm til Napoli.
30—40 höfnum, þar sem fegurst er og mest aS sjá um MiSjarðar-
hafiS, Grikkland og Litluasíu alt til MiklagarSs, hvaðan snúa átti
heimleiðis.1) Á skipið gátu komist svo sem 100 herramenn og
næstum annað eins af þjónustufólki að meðtöldum öllum hásetum
skipsins. Þetta var því einhver f/silegasta ferð, sem nokkurn tíma
hefir stofnað veriö [til], því bæði mundi hór geta að líta einhverja
hina fegurstu og markverðustu staði veraldarinnar, og vart munu
heldur þess dæmi, að menn úr jafnmörgum löndum hafi í einu
félagi gerst til svo langrar ferðar, hvar alt skyldi við hafa, er
fengið gæti sem mestrar ánægju; en þó ódýrleikinn væri heuni
einnig til gildis talinn, og hún ekki mætti heita kostnaðarsöm, eft-
ir því sem ferðir gerast þar um svæði og með þvílíkum skipum,
þá var hún samt þeim hollust, sem nokkurt höfðu bein — eða
réttara silfur — í hendi, því að fararkaupið var um alla fjóra
mánuðina fyrir þá sem voru í herramanna eða heldri manna töl-
unni minst 300 spesíur, mest 420 spesíur, og var þar með að eins borg-
aður flutuingurinn um sjóinn og fæði, meðan á honum stóð; í
öðru lagi varð að borga feröalögin á landi og mat þegar skipið var
kyrt á höfimm og þurfti til þess einu sinni eða kannske tvisvar
annaö eins, þó menn, þegar svo varð viðkomið, gæti sparað sór
náttstaði á landi með því að sofa á skipinu, sem leyfilegt var án
frekari kostnaðar. Þó eg fyndi mig helzt ófæran að kosta svona
miklu til fararinnar, þótti mór vissara að vera í Neapel um það
leyti skipið legði út ef eitthvað kynni ráðast úr með farið. Eg
leitaöi mór því lags þangað og kom mór í vagn og átti að borga fyrir
flutningskaup og fæði að kvöldi og gistingu meðan stæði á ferðinni
5 scudi eða specíur; er það hér um . . ,2 rnílur vegar og oftast
farið á 4 dögum. Eg kvaddi kunningja míua og fór á stað því
að mór tjáði nú ekki að dvelja lengur, fyrst svona hagaði til, en
viljugur fer enginn frá Róm undir páskana, því þá er svo mikið
um d/rðir, sem ekki á sinn líka í heiminum og flestum mun minn-
isstætt, sem það hafa séð. AS vísu var um alla föstuna kyrt og
hljótt um staðinn sem auður væri, en þó tekur yfir þegar hin síð-
asta vika fyrir páskana byrjar; það er þá svo sem allur bærinn
ífærist sorgarbúningi, alt er þegjandi, klnkknahljómurinn hættir og
*) Frá þessari ferð sinni skýrir höfundurinn stuttlega i bréfi til föð-
ur sins, dags. í Neapel 28. ág. 1833, eftir að hann er kominn aftur til
Italiu, sbr. „Bréf Tómasar Sæmundssonar11 (XXI. bréf).
!) Eyða i handritinu.
*