Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.04.1907, Blaðsíða 43

Skírnir - 01.04.1907, Blaðsíða 43
Frá Róm til Kapoli. 139 og flutt hingað. Er kjörgripasafn þetta orðið til af mörgum smærri, er dregið hefir verið saman í eitt, enda er höllin opin nokkrar stundir daglega, og hverjum frjálst, sem vill dvelja við, að virða alt þetta fyrir sér, og veitir ei af mörgum dögum til að líta yfir það einu sinni, því síður til að verða því nokkurnveginn kunnug- iur; er það einhver hin skemtilegasta dægradvöl. Hafa nokkrir tilkveðnir menn, eins og vant er, gætur á, að við engu sé haggað. Hingað er nú komið alt kjörgripasafnið, sem áður var í Farnese-sloti í Róm, og þar á meðal mörg líkneski frá fornöld. Af líkneskjum þessum er kunnugast Herkúlesar-líkneskið og nautið. Hvorttveggja líkneskið er mikið fyrirferðar og meira að stærð og þyngslum en nokkurt annað marmaralíkneski, sem til er t'rá forn- öld1). Herkúles er þar tröllvaxinn (colossal) og [alt að því] þrefalt stærri en menskur maður, tilbúinn úr hvítum marmara; hann er nakinn, heldur kyrru fyrir og styðst við hnútótta kylfu eður bar- efli, ekki langt, en digurt í annan enda; er þannig vant að ein- kenna hann löngum. Ætla menn, að sá sem líkneskið hefir tilbúið, vilji leiða kappann fyrir sjónir, þá hann hvíldist eftir eitt af afreks- verkum sínum og hann var búinn að ná gulleplunum úr Hesperíd- anna aldingarði, en stúta drekanum [Ladon], er hafði þau til vökt- unar. Er líkneski þetta eftir Glýkón nokkurn frá Aþenuborg, sem var á dögum eitthvað 300 árum fyrir Krists fæðingu, og kvað hann hafa stælt eftir Lysippos steinhöggvara, sem bjó til mörg Herkúlesar-líkneski. Þykir aðdáanlegt hve vel og sannarlega hefir tekist að leiða aflið og karlmenskuna í ljós í vöðvafari og beina- lögun likneskisins. Nautið er líka höggvið út í hvítum marmara; stendur það á kletti, heldur illúðlegt, en tveir menn sinn til hvorrar handar hafa bönd á því og vilja beina því að kvenmanni, sem er fyrir fótum þess, að það troði hana sundur. Pliníus náttúrufróði getur þessa myndaklasa, og eru þar með leiddir fyrir sjónir bræð- urnir Sethus og Amfion, er fyrirfara þannig Dirke stjúpu sinni til hefndar fyrir það, [að] hún hefði komið sér í mjúkinn við föður þeirra og valdið því, að móður þeirra [Antíópu Nyktevsdóttur] var á burt vísað; er myndarklasi þessi eitthvað tveir faðmar á hæð og framt að því annað eins á lengd, því líkneskin eru öll tröllvaxiti. Er hann gjörður á eyjunni Rhodos af steinhöggvurum tveimur, Appolloníus og Tattriscus, og hefir þaðan flutzt til Róm. Fær það. *) Myndir af líkneskjum þessum eru prentaðar í Stolls Goðafræði nr. XXIV og XXX.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.