Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.04.1907, Qupperneq 44

Skírnir - 01.04.1907, Qupperneq 44
140 í'rá Róm til Napoli. mcstrar undrunar. hvað feykilega stórt þetta listasmíði er og hvað^ boli er nautslegur. En mest hefir þó munað um það, sem fundist hefir í Hercul- anum og Pompeji, sem áður var geymt í kongsgarðinum í Porticir og er þess vegna gripasafn þetta auðugra en nokkurt annað að öllum heimilisáhöldum, búsgögnum og tilfæringum frá fornöldinni.. Hór gefur að líta búskapar og lífernisháttu hinna gömlu Rómverja, hversu þeir hafa hagað öllu utan húss og innan, hvað langt þeir hafa komnir verið í alls konar handiðnum, smíðum og íþróttum, Það er alt eins og maður sé kominn inn í híbyli þeirra eður verk- smiðju, en hafi ekki hitt á þá heima, en sé á meðan að tefja tím- ann með að skoðast um í kofanurn; að v/su er hér, meira en skyldi, ruglað hverju innan um annað, og eigi tekið svo til greina, hvaða áhöld ætti saman á einu heimili, eður heyrðu til einni iðnargrein eður handverki. Mér fanst líka mikill söknuður í, er eg var að skoðast um í Pompeji, að alt var flutt burt úr tóttunum, sem laus- legt var til að firrast sandinn, hvað á sinn stað í gripabúrinu heima í borginni. Eg hefði kosið á, að á einhverjum stað hefðu kofarnir verið látnir standa með mannvirkjum, eins og Rómverjar hafa frá þeim gengið með öllu tilheyrandi, og að menn hefðu einasta borið: burtu vikrinn og gert að skemdum, sem húsin, einkum að þakinu til, hafa fyrir orðið. Gripunum er í búrinu, eins og reyndar sjálf- sagt er, þegar búið er að taka þá úr stöðvum sínum, raðað niður eftir því sem þeir eru skyldir eða líkir að efni og fegurð, til þess hægra só yfir að líta. I einni stofunni er þannig t. a. m. alt það sem gert er úr gleri, flöskur, staup og þess háttar; í annari alls konar áhöld, myndir og líkneski úr prinzmetal1) en í einni dyr- gripir úr gulli og silfri; þá eru í einni búsgögn og verkfæri, sem áþekkust eru að lögun eður samkynja tegundar o. s, frv. Eg legg ekki út í að fara að 1/sa hverju sér í lagi, sem hér er saman- komið; það yrði mikils til of langt, þó ekki væri nema að eins- vikið á hið merkasta. Nefnd manna er til þess sett, að l/sa með ritgjörðum forngripum þessum og útlista þá, strax eftir að eitthvað riðbætist og eru mikil ritverk um þá skráð og margar afmálanir af þeim getðar. Eru þeir betri en nokkur orð til að leiða í ljós líf- ernisháttu Rómverja og að útsk/ra það sem torskildast er víða í ritum þeirra. Fer þá fyrst algerlega að verða gaman að lesa rit- gjörðir þeirra, er þess konar hlutir eru við höndina á meðan, að ‘) Málmblendingur úr kopar og zinki, svipaður gulli á að líta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.