Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1907, Page 51

Skírnir - 01.04.1907, Page 51
ÞjóðleikMs. 147 stvðst við. Sé litið á þessar listir yfirleitt, þá finst hver- jum, sem athugar allan þennan nýgræðing, að gullöldin sé í nánd, og að hún muni innan skamms setjast að hér í dölunum og við vogana til þess að þrífast og blómgast hér löng vetrarkvöld, meðan norðurljósin spegla sig í voginum, eða glæjum svellabreiðunum í dalnum. Utlendir mentavinir hafa sýnt fram á það, að miðdepill bókmentalífsins sé alt af að færast norðar í álfunni. Endurfæðingin á bókmentum heimsins byrjaði á ítaliu og Spáni, settist að í Frakklandi, fiutti sig þaðan til Eng- lands. Var lengi í Þýzkalandi, síðan á Rússlandi, er nú í Noregi, en — hvert á miðdepill bókmentalífsins að flytja sig frá Norcgi? En er nú íslenzka þjóðin komin á það stig, að hún geti verið undirstaða undir leikhúsi, leikritasmíð og leik- list'? Er einstaklingurinn orðinn svo frjáls, að hann lifi ekki eftir venjulögum, og kreddum, og að hann sé ekki svo háður ytra valdi, að hann ráði of litlu um örlög sín? Sá sem er bundinn andlega af ytra valdi er ekki efni í hetju í alvarlegu leikriti. — Svarið er ekki erfltt. Kenningar kirkjunnar út í yztu æsar hafa fáa áhangendur liér eða því nær enga. Landsmenn hafa verið að losa af sér bönd hins ytra valds síðustu 30 árin; fyrst og fremst ýms kirkjuleg bönd, og fyrir 14 árum stríðasta og skammarlegasta bandið sem til var á frelsi og ákvörð- unarrétti hvers einstaks manns — vistarbandið. Öll þessi bönd, sem leyst hafa verið, hafa hamlað mönnum t'rá að ákvarða sig sjálfir, að vera eigin lukku smiðir, og þess utan hafa verið settar á fót stofnanir, sem vinna í sama tilgangi. Áður en nokkuð af þessu var gjört, sögðu þó ýmsir menn hér á landi, að persónufrelsi manna væri rúmt og í fullum mæli. — Það var þjóðernistilfinningin hjá Grikkjum eftir Persa- styrjaldirnar, sem lét allar listir þeirra blómgast. Hjá Rómverjum og Spánverjum mun það hafa verið ofurveldi ríkisins og þjóðernistilfinningin í sambandi við það, sem lét Plautus og Terentius verða það sem þeir urðu hjá 10*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.