Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 59

Skírnir - 01.04.1907, Side 59
Þjóðleikhús. J55 A’crða bent á það, að Reykjavíkur þingmenn hafl greitt atkvæði á móti brúm eða öðrum fjárveitingum, til ein- stakra landshluta, sem hlutfallslega kostuðu meira eftir fólksfjöldanum, sem þeirra gat notið, en leikhúsið mundi kosta í hlutfalli við fólkstölu Reykjavíkur. Ymsar fjár- veitingar má beuda á, sem að eins eru veittar sérstökuin flokkum manna, og enginn lætur sér koma til hugar að telja eftir. Hálf miljón króna var greidd úr landssjóði til þess að baða fénað hér um bil 8000 fjáreiganda. Til þess að styrkja búnað var veitt 1906 og 1997 meira en 130000 kr. á ári. Þeir sem lifa á búnaði hér á landi eru víst ekki fleiri enn 40000 manns. Þetta er ekki sagt i þeim tilgangi að telja fjárveitingarnar eftir, eða til þess að reyna að draga úr þeim framvegis á nokkurn hátt, held- ur að eins til að benda á, að einstökum héruðum, og ein- stökum flokkum manna, er oft veitt fje, sem miklu mun- ar, í sérstökum tilgangi, og að það fé er oft mörgum sinn- um meira en það, sem nú er farið fram á. Síðan landsmenn fengu sjálfir atkvæði um fjárhag sinn o" framkvæmdir, má skifta fjárhagsstjórn þingsins í tvö tímabil, eftir hugsunarhættinum, sem ráðið hefir mestu. Fyrra tímabilið nær frá 1874 til 1891, eða hér um bil, og hitt tímabilið frá 1891 og til þessa dags. Fjár- málaskoðanirnar á fyrra tímabilinu voru líkar hugsunar- hætti gamalla bænda fyrir miðbik fyrri aldar. Fólkið átti að búa í lágri baðstofu, strompurinn átti helzt að vera byrgður vegna. hlýindanna, sem það hafði í för með sér. Ef skjárinn rifnaði, þá var troðið upp í hann, birtu þurfti e-kki mikla; ef ein rúðan brotnaði í fjögrarúðu gluggunum, þá var tréhleri negldur fyrir hana, ef önnur rúða brotnaði, þá var farið eins með hana, og jafnvel þá þriðju. Loft og ljós var ekki svo mikil nauðsynjavara, að það borgaði sig að kaupa rúðu — dýrum dómum — í kaupstaðnum. Hvað varðaði um ljós og loft; aðalatriðið fékst. Spesíum, dölum og rikisortum fjölgaði í sjóvetl- ingunum í kistuhandraðanum, og þá var alt fengið. A íyrra tímabilinu hlóðust saman hundruð ogTþúsundir í

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.