Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1907, Side 63

Skírnir - 01.04.1907, Side 63
Darwinskenniiig og í'ramþróunarkenning. 15» síöar, er ástand hennar hið innra hefir um skeið verið í óstöðugu jafnvægi, koma skyndilega í ljós ný afbrigði er samsvara nýju jafnvægi. Ef þessar stökkbreytingar leiða ekki allar til nýrra tegunda, þá kemur það af því að af- brigðin standa ekki öll jafnvel að vígi í lífsbaráttunnL Náttúruvalið er mjög víðtækt lögmál og mikilsvarðandi, sem varðveitir eftir á þau afbrigðin sem bezt eru löguð eftir lífsskilyrðunum. Það skapar ekki breytinguna, en styður að myndun nýrra tegunda. Sú kenningasamsteypa (Cuviers-framþróunar- kenning ogWeissmanns-Lamarckskenning) sem herra Berthelot stakk upp á í hinni hugðnæmu ræðu sinni, er að minni hyggju all-óaðgengileg. Hið skyndilega hvarf tegunda, sem Cuvier furðaði á, má nú á timum skýra á ýmsan hátt. H. Osborn hefir sýnt fram á, að ef til vill liefði ekki annað þurft til tortímingar hinum risa- vöxnu skriðdýrum, dinosárunum, en að upp kæmi smá- vaxin spendýr er æti egg. Hin minsta breyting um- hverfisins getur haft í för með sér skjóta tortímingu teg- unda, er þær þrýtur hæfileikann til að laga sig eftir lífs- kjörunum. Tegundir deyja eins og einstaklingar, og þessi dauði mælir ekki þeirri reglu í gegn, að sambandið slitni ekki. Cuvierskenning er frá rótum jafnvægiskenning, ósamþýðanleg hverri kenningu um lögbundna framþróun lifandi vera. Hugmyndir Weissmanns virðast mér ósamþýðanlegar hugmyndum Lamarcks. Að því er við kemur uppruna tegundanna, þá leysir kenning Weissmanns ekki úr vandræðunum, heldur ýtir þeim frá sér. Afbrigðin koma fram um leið og getnaður- inn á sér stað, og eiga rót sína í breytingum, er frymi foreldranna tekur; en hvernig hefir frymi foreldranna breyzt? Þar koma alt af aftur til greina þau atriðin sem Lamarck heldur fram. Kenning Weissmanns snertir ekk- ert meygetnað af manna völdum. Það atriði sem kemur til greina í tilraunum Loeb’s og mín, á ekkert skylt við frjóvgun, það æsir vöxtinn, en samgetnaður fer þar ekki

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.